Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 22:00 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira