„Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 13:31 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í Laugardalshöllinni á æfingu fyrir leik við Spán. vísir/Sigurjón Tryggvi Snær Hlinason spilar stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og hann þekkir líka mjög vel til hjá spænska landsliðinu sem mætir í Laugardalshöllina í kvöld. Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM? HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM?
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum