Meðvirkni á vinnustað Sunna Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2023 07:31 Meðvirkni á vinnustað er vandamál sem bæði almennt starfsfólk og stjórnendur þurfa að vera meðvitað um. Skilgreining á meðvirkni samkvæmt Psychology Today er; ójafnvægi í sambandi, þar sem einn einstaklingur fórnar eigin þörfum og vellíðan fyrir sakir hins. Oft er um að ræða samskipti milli tveggja (eða fleiri) aðila, þar sem „fórnarhegðunin“ fer í að réttlæta, eða lagfæra skemmandi hegðun hins aðilans. Skemmandi hegðun getur verið allt frá því að sýna óþroskaða hegðun, ábyrgðarleysi, lítinn árangur, eða einfaldlega skýr merki um vanhæfni í starfi. Möguleg merki um meðvirkni á vinnustað Á vef Positive Psychology er útlistað hvernig þekkja eigi merki meðvirkni, og er þar einblýnt á þá fórnarhegðun sem annar einstaklingurinn sýnir. Er þar til dæmis nefnd hegðan eins og: Einstaklingur einblýnir á möguleg mistök Einstaklingur hefur þörf á að aðstoða annað fólk Einstaklingur á erfitt með að segja nei Almennt séð er hér verið að lýsa nákvæmum, hjálpsömum, og dugmiklum einstaklingi sem allir atvinnurekendur yrðu hæst ánægðir með að hafa í starfsliði sínu. En þarna blandast einnig inn persónublæbrigði eins og: Einstaklingur á erfitt með að tjá þarfir sína eða óskir varðandi verk/aðstæður Einstaklingur neitar eigin þörfum, hugsunum og tilfinningum til að þóknast öðrum Einstaklingar sem ekki setja skýr mörk eiga því á hættu að vera dregnir inn í að sinna skyldum og verkum annarra, einfaldlega vegna hjálpsemi sinnar og metnaðar í starfi. Eitt merki um mögulega meðvirkt samband er samt sem áður skýrt, en það er að samband þessara tveggja (eða fleiri) aðila felur ávallt í sér valdaójafnvægi. Sá sem sinnir fórnarhegðuninni fórnar eigin starfsánægju og oft starfsframa til þess að styðja við hinn aðilann. Hinn aðilinn, sá sem móttekur fórnarhegðunina, er þá oft sá sem fær umbun fyrir vel unnin verk þess sem sýnir fórnarhegðunina. Meðvirkni milli samstarfsfólks kemur oft þannig fram að einn (eða fleiri) aðili í teyminu er að sinna fleiri verkefnum, og eyðir meiri tíma í vinnu heldur en annar aðili, sem virðist á einfaldan máta fljóta með öðrum innan teymisins. Skapar þetta því oft óstarfhæft starfsumhverfi þar sem starfsfólk lýsir ójöfnuði og miklu álagi, og er liður í að byggja upp neikvæðan starfsanda innan teymisins. Meðvirkni og vanhæfir stjórnendur Þegar samband milli stjórnanda og teymis viðkomandi ber merki um meðvirkni, þá fer hegðunin að smitast út í teymið og fara að hafa mikil áhrif út fyrir teymið. Er þá neikvæður starfsandi þess teymis oft lýsandi fyrir andrúmsloft vinnustaðarins, og fer að bera á merkjum um neikvæða vinnustaðarmenningu almennt hjá atvinnurekanda. Mikilvægt er að hafa í huga að almennt starfsfólk skynjar sig oft í þeirri stöðu að það geti ekki nema verið meðvirkt með stjórnanda sínum, ellegar muni það annað hvort missa stöðu sína vegna hefnigirni af hendi stjórnanda eða vegna vöntunar á skilum verka eða niðurstaðna vegna vanhæfni stjórnandans. Þegar starfsfólk skynjar sig fast í meðvirkum aðstæðum, fer að bera á hegðunarvandamálum innan þess teymis sem rekja má beint til aðstæðna, eins og t.d.: Lágt sjálfsálit Þunglyndi Streita Kvíði Önnur hegðunar vandamál munu birtast í teyminu undir stjórnandanum, eins og t.d. ofbeldis hegðun milli samstarfsfólks sem ekki er tekið á, lítill metnaður og „ekki mitt starf“ fer að hljóma sem mantra teymisins, og einnig fer að bera á forðun frá vinnustaðnum vegna aðstæðna. Meðvirknin í teyminu gerir það hins vegar að verkum að velta á starfsfólki innan teymisins er lág, en gæti verið þá öllum hærri í nærliggjandi teymum. Að tækla meðvirkni á vinnustað Starfsfólk leggur almennt séð mikið á sig til þess að skila störfum sínum vel af sér og er mikill metnaður settur í að klára verk á sem skilvirkastan og hagkvæmasta máta. Festist því starfsfólk oft í neti meðvirkninnar vegna eigin vinnusemi, tryggðar við atvinnurekanda, og metnaðar í starfi. Til að svo gerist ekki, er einmitt mikilvægt að starfsfólk þekki merki um meðvirkni á vinnustað. Ef grunur leikur á að teymi sé keyrt áfram á meðvirkni gagnvart stjórnanda, er mikilvægt fyrir annað starfsfólk að átta sig á kröfum síns starfs, og setja skýr mörk gagnvart því teymi, þar sem krafa um meðvirkni mun síast út til nærliggjandi teyma. Ef grunur er að þú sjálf/ur sért í meðvirku teymi, er mikilvægt að átta sig á sinni eigin vandamála hegðun og stigbundið taka á henni. Mikilvægt er að veita teymum stuðning er grunur liggur á meðvirkni á vinnustað, þar sem oft er mikið vinnuálag á þeim aðilum sem fórnarhegðunina sýna, og vinnuandi oft neikvæður vegna aðstæðna. Einnig er erfitt fyrir einstaklinga að rífa sig úr þeim ávana að sýna fórnarhegðun gagnvart öðrum, og því mikið átak framundan hjá þeim að bæði vinna við erfiðar aðstæður sem og stunda ýtarlega sjálfsvinnu til að tækla sína vandamála hegðun. Þegar grunur er um neikvæðan starfsanda og vinnustaðamenningu vegna meðvirkni á vinnustað, er mikilvægt að tilkynna um slíkt til mannauðssviðs sem getur lóðsað starfsfólki áfram er kemur að úrvinnslu á aðstæðum sem og eigin hegðun, og stutt við og styrkt allt starfsfólk til framtíðar í sínu starfi. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Meðvirkni á vinnustað er vandamál sem bæði almennt starfsfólk og stjórnendur þurfa að vera meðvitað um. Skilgreining á meðvirkni samkvæmt Psychology Today er; ójafnvægi í sambandi, þar sem einn einstaklingur fórnar eigin þörfum og vellíðan fyrir sakir hins. Oft er um að ræða samskipti milli tveggja (eða fleiri) aðila, þar sem „fórnarhegðunin“ fer í að réttlæta, eða lagfæra skemmandi hegðun hins aðilans. Skemmandi hegðun getur verið allt frá því að sýna óþroskaða hegðun, ábyrgðarleysi, lítinn árangur, eða einfaldlega skýr merki um vanhæfni í starfi. Möguleg merki um meðvirkni á vinnustað Á vef Positive Psychology er útlistað hvernig þekkja eigi merki meðvirkni, og er þar einblýnt á þá fórnarhegðun sem annar einstaklingurinn sýnir. Er þar til dæmis nefnd hegðan eins og: Einstaklingur einblýnir á möguleg mistök Einstaklingur hefur þörf á að aðstoða annað fólk Einstaklingur á erfitt með að segja nei Almennt séð er hér verið að lýsa nákvæmum, hjálpsömum, og dugmiklum einstaklingi sem allir atvinnurekendur yrðu hæst ánægðir með að hafa í starfsliði sínu. En þarna blandast einnig inn persónublæbrigði eins og: Einstaklingur á erfitt með að tjá þarfir sína eða óskir varðandi verk/aðstæður Einstaklingur neitar eigin þörfum, hugsunum og tilfinningum til að þóknast öðrum Einstaklingar sem ekki setja skýr mörk eiga því á hættu að vera dregnir inn í að sinna skyldum og verkum annarra, einfaldlega vegna hjálpsemi sinnar og metnaðar í starfi. Eitt merki um mögulega meðvirkt samband er samt sem áður skýrt, en það er að samband þessara tveggja (eða fleiri) aðila felur ávallt í sér valdaójafnvægi. Sá sem sinnir fórnarhegðuninni fórnar eigin starfsánægju og oft starfsframa til þess að styðja við hinn aðilann. Hinn aðilinn, sá sem móttekur fórnarhegðunina, er þá oft sá sem fær umbun fyrir vel unnin verk þess sem sýnir fórnarhegðunina. Meðvirkni milli samstarfsfólks kemur oft þannig fram að einn (eða fleiri) aðili í teyminu er að sinna fleiri verkefnum, og eyðir meiri tíma í vinnu heldur en annar aðili, sem virðist á einfaldan máta fljóta með öðrum innan teymisins. Skapar þetta því oft óstarfhæft starfsumhverfi þar sem starfsfólk lýsir ójöfnuði og miklu álagi, og er liður í að byggja upp neikvæðan starfsanda innan teymisins. Meðvirkni og vanhæfir stjórnendur Þegar samband milli stjórnanda og teymis viðkomandi ber merki um meðvirkni, þá fer hegðunin að smitast út í teymið og fara að hafa mikil áhrif út fyrir teymið. Er þá neikvæður starfsandi þess teymis oft lýsandi fyrir andrúmsloft vinnustaðarins, og fer að bera á merkjum um neikvæða vinnustaðarmenningu almennt hjá atvinnurekanda. Mikilvægt er að hafa í huga að almennt starfsfólk skynjar sig oft í þeirri stöðu að það geti ekki nema verið meðvirkt með stjórnanda sínum, ellegar muni það annað hvort missa stöðu sína vegna hefnigirni af hendi stjórnanda eða vegna vöntunar á skilum verka eða niðurstaðna vegna vanhæfni stjórnandans. Þegar starfsfólk skynjar sig fast í meðvirkum aðstæðum, fer að bera á hegðunarvandamálum innan þess teymis sem rekja má beint til aðstæðna, eins og t.d.: Lágt sjálfsálit Þunglyndi Streita Kvíði Önnur hegðunar vandamál munu birtast í teyminu undir stjórnandanum, eins og t.d. ofbeldis hegðun milli samstarfsfólks sem ekki er tekið á, lítill metnaður og „ekki mitt starf“ fer að hljóma sem mantra teymisins, og einnig fer að bera á forðun frá vinnustaðnum vegna aðstæðna. Meðvirknin í teyminu gerir það hins vegar að verkum að velta á starfsfólki innan teymisins er lág, en gæti verið þá öllum hærri í nærliggjandi teymum. Að tækla meðvirkni á vinnustað Starfsfólk leggur almennt séð mikið á sig til þess að skila störfum sínum vel af sér og er mikill metnaður settur í að klára verk á sem skilvirkastan og hagkvæmasta máta. Festist því starfsfólk oft í neti meðvirkninnar vegna eigin vinnusemi, tryggðar við atvinnurekanda, og metnaðar í starfi. Til að svo gerist ekki, er einmitt mikilvægt að starfsfólk þekki merki um meðvirkni á vinnustað. Ef grunur leikur á að teymi sé keyrt áfram á meðvirkni gagnvart stjórnanda, er mikilvægt fyrir annað starfsfólk að átta sig á kröfum síns starfs, og setja skýr mörk gagnvart því teymi, þar sem krafa um meðvirkni mun síast út til nærliggjandi teyma. Ef grunur er að þú sjálf/ur sért í meðvirku teymi, er mikilvægt að átta sig á sinni eigin vandamála hegðun og stigbundið taka á henni. Mikilvægt er að veita teymum stuðning er grunur liggur á meðvirkni á vinnustað, þar sem oft er mikið vinnuálag á þeim aðilum sem fórnarhegðunina sýna, og vinnuandi oft neikvæður vegna aðstæðna. Einnig er erfitt fyrir einstaklinga að rífa sig úr þeim ávana að sýna fórnarhegðun gagnvart öðrum, og því mikið átak framundan hjá þeim að bæði vinna við erfiðar aðstæður sem og stunda ýtarlega sjálfsvinnu til að tækla sína vandamála hegðun. Þegar grunur er um neikvæðan starfsanda og vinnustaðamenningu vegna meðvirkni á vinnustað, er mikilvægt að tilkynna um slíkt til mannauðssviðs sem getur lóðsað starfsfólki áfram er kemur að úrvinnslu á aðstæðum sem og eigin hegðun, og stutt við og styrkt allt starfsfólk til framtíðar í sínu starfi. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun