Landtökumenn skutu mann og brenndu bíla og hús Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 15:06 Óeirðarseggir kveiktu í bílum og húsum í Huwara og einn var skotinn til bana. AP/Majdi Mohammed Minnst einn Palestínumaður er látinn eftir að múgur ísraelskra landtökumanna brenndu fjölda húsa og bíla í þorpinu Huwara á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Minnst hundrað eru sagðir særðir en múgurinn myndaðist eftir að byssumaður skaut tvo landtökumenn til bana við nærliggjandi þjóðveg. Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn. Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn.
Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira