Díana Margrét Björnsdóttir, íbúi á Eskifirði, greinir frá þessu í Facebook-hópnum Fjörðurinn minn Eskifjörður. Hún á eitt barnanna sem fundu kettlingana.
„Kæri viðkomandi sem þetta gerði, þetta finnst mér afskaplega leiðinlegt og sóðalegt að börnin mín og annara finni hér í á inní miðjum bæ. Værir þú til í að koma svona fyrir annars staðar en að henda þessu bara í ánna,“ skrifaði Díana við færsluna og setti myndir af kettlingunum.
Í samtali við fréttastofu segir Díana að kettlingarnir hafi fundist í læk við hliðina á húsinu hennar. Börnunum var brugðið en þau voru úti að leika við lækinn þegar kettlingarnir fundust.
Fundurinn var ekki tilkynntur til lögreglu þar sem engar myndavélar eru á svæðinu og veit Díana ekki hvað lögreglan gæti gert í málinu. Þó muni hún aðstoða lögreglumenn ef þeir hafa samband.