Bankasölumálinu er ekki lokið Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. mars 2023 17:01 Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá. Mér fannst mikilvægt að frumvarpið yrði að lögum á meðan við í Samfylkingunni og VG værum í meirihluta. Enda hefði það verið áhættusamt að fara í kosningar með allt opið um hvað fjármálaráðherra næstu ríkisstjórnar væri heimilt að selja og engar skorður settar við það að einkavæða bankakerfið að nýju. Í lögunum nr. 155/2012 um sölu á eignarhlutunum er hvergi talað um armslengd eða heimild gefin fjármálaráðherra til að framselja vald við söluna. Lögin eru um hvað fjármálaráðherra má gera og eftir hvaða meginreglum skuli fara eftir. Hvað má gera og hvernig Lögin um söluna eru um hvað ráðherra er heimilt að selja og hvernig hann eigi að gera það ef hann nýtir þá heimild. Fyrsta grein frumvarpsins er um hvað ráðherra er heimilt að selja, þ.e. hlut ríkisins í Arion banka (þá áttum við 13%), hlutinn í Íslandsbanka (þá áttum við 5%) og allt umfram 70% í Landsbankanum (þá áttum við 81%). Með lögunum var tryggt að ríkið héldi eftir ráðandi hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir breyttust eftir stöðugleikaframlögin svokölluðu þegar ríkið eignaðist alla þrjá stóru bankana nánast 100%. En lögin eru þau sömu og eftir þeim átti að fara við sölu á eignarhlutunum. Önnur grein laganna fjallar um ákvörðun um sölumeðferð. Þegar ráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtæki skal hann semja greinargerð um ráðgerða sölumeðferð og leggja fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Ráðherra skal jafnframt leita umsagnar Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Í greinargerð ráðherrans skulu m.a. koma fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð veri háttað að öðru leyti. Nefndunum skal veittur hæfilegur frestur til þess að gera athugasemdir við efni greinargerðarinnar. Þegar þingnefndir og Seðlabankinn hafa gert athugasemdir skal ráðherra taka ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar. Ráðherra getur í ákvörðun sinni gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina. Hér er alveg skýrt að það er fjármálaráðherrann sem ákveður markmiðin, söluaðferð og sölumeðferð. Engin „armslengd“ í þessum efnum líkt og sumir, þar á meðal ráðherrann sjálfur hefur haldið fram. Þriðja grein laganna fjallar um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Tekið er fram í lagatextanum að með hagkvæmni sé átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Allt þetta á samkvæmt lögunum að vera útlistað í greinargerð fjármálaráðherrans sem Bankasýslan á að fara eftir í sinni vinnu við söluferlið. Fjórða greinin fjallar um hvað Bankasýslan á að gera. Þar segir að Bankasýsla ríkisins skuli annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Bankasýsla ríkisins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo segir: „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“ Hér er ekki heldur nein „armslengd“ á ferðinni og alveg ljóst hver það er sem tekur ákvörðun. Það er fjármálaráðherra sem á samkvæmt fimmtu grein frumvarpsins að gefa Alþingi skýrslu um söluna þegar hún er afstaðin og gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Spurningar umboðsmanns Alþingis Þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa verið spurðir um hæfi fjármálaráðherrans eða hvort hann hafi farið að lögum við söluna á eignarhlutum í Íslandsbanka er svörin oftast um einhverja ímyndaða „armslengd“ sem hafi komið í veg fyrir að fjármálaráðherrann vissi hvaða ákvarðanir hann væri að taka. Eða að lögin um söluna hafi ekki verið nógu skýr. Og svo virtist á dögunum að málið væri afgreitt með umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og áliti meirihluta þeirrar nefndar. Þar til bréfið kom frá Umboðsmanni Alþingis til fjármálaráðherrans. Umboðsmaður Alþingis spyr um hvernig ráðherrann hafi gætt að hæfi sínu þegar ákvörðun var tekin um samþykkt tilboðanna í hlutinn sem selja átti í Íslandsbanka og lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Umboðsmaður bendir jafnframt á að hinum sérstöku hæfisreglum stjórnsýslulaga sé ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og hlutaðeigandi geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Spurningar umboðsmanns Alþingis eru málefnalegar og það er afar mikilvægt að almenningur fái að vita hvernig í raun var í pottinn búið í þessum efnum og ekki síður að ráðherra axli ábyrgð á gjörðum sínum og viti hvaða skyldum hann hafi að gegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá. Mér fannst mikilvægt að frumvarpið yrði að lögum á meðan við í Samfylkingunni og VG værum í meirihluta. Enda hefði það verið áhættusamt að fara í kosningar með allt opið um hvað fjármálaráðherra næstu ríkisstjórnar væri heimilt að selja og engar skorður settar við það að einkavæða bankakerfið að nýju. Í lögunum nr. 155/2012 um sölu á eignarhlutunum er hvergi talað um armslengd eða heimild gefin fjármálaráðherra til að framselja vald við söluna. Lögin eru um hvað fjármálaráðherra má gera og eftir hvaða meginreglum skuli fara eftir. Hvað má gera og hvernig Lögin um söluna eru um hvað ráðherra er heimilt að selja og hvernig hann eigi að gera það ef hann nýtir þá heimild. Fyrsta grein frumvarpsins er um hvað ráðherra er heimilt að selja, þ.e. hlut ríkisins í Arion banka (þá áttum við 13%), hlutinn í Íslandsbanka (þá áttum við 5%) og allt umfram 70% í Landsbankanum (þá áttum við 81%). Með lögunum var tryggt að ríkið héldi eftir ráðandi hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir breyttust eftir stöðugleikaframlögin svokölluðu þegar ríkið eignaðist alla þrjá stóru bankana nánast 100%. En lögin eru þau sömu og eftir þeim átti að fara við sölu á eignarhlutunum. Önnur grein laganna fjallar um ákvörðun um sölumeðferð. Þegar ráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtæki skal hann semja greinargerð um ráðgerða sölumeðferð og leggja fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Ráðherra skal jafnframt leita umsagnar Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Í greinargerð ráðherrans skulu m.a. koma fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð veri háttað að öðru leyti. Nefndunum skal veittur hæfilegur frestur til þess að gera athugasemdir við efni greinargerðarinnar. Þegar þingnefndir og Seðlabankinn hafa gert athugasemdir skal ráðherra taka ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar. Ráðherra getur í ákvörðun sinni gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina. Hér er alveg skýrt að það er fjármálaráðherrann sem ákveður markmiðin, söluaðferð og sölumeðferð. Engin „armslengd“ í þessum efnum líkt og sumir, þar á meðal ráðherrann sjálfur hefur haldið fram. Þriðja grein laganna fjallar um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Tekið er fram í lagatextanum að með hagkvæmni sé átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Allt þetta á samkvæmt lögunum að vera útlistað í greinargerð fjármálaráðherrans sem Bankasýslan á að fara eftir í sinni vinnu við söluferlið. Fjórða greinin fjallar um hvað Bankasýslan á að gera. Þar segir að Bankasýsla ríkisins skuli annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Bankasýsla ríkisins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo segir: „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“ Hér er ekki heldur nein „armslengd“ á ferðinni og alveg ljóst hver það er sem tekur ákvörðun. Það er fjármálaráðherra sem á samkvæmt fimmtu grein frumvarpsins að gefa Alþingi skýrslu um söluna þegar hún er afstaðin og gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Spurningar umboðsmanns Alþingis Þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa verið spurðir um hæfi fjármálaráðherrans eða hvort hann hafi farið að lögum við söluna á eignarhlutum í Íslandsbanka er svörin oftast um einhverja ímyndaða „armslengd“ sem hafi komið í veg fyrir að fjármálaráðherrann vissi hvaða ákvarðanir hann væri að taka. Eða að lögin um söluna hafi ekki verið nógu skýr. Og svo virtist á dögunum að málið væri afgreitt með umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og áliti meirihluta þeirrar nefndar. Þar til bréfið kom frá Umboðsmanni Alþingis til fjármálaráðherrans. Umboðsmaður Alþingis spyr um hvernig ráðherrann hafi gætt að hæfi sínu þegar ákvörðun var tekin um samþykkt tilboðanna í hlutinn sem selja átti í Íslandsbanka og lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Umboðsmaður bendir jafnframt á að hinum sérstöku hæfisreglum stjórnsýslulaga sé ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og hlutaðeigandi geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Spurningar umboðsmanns Alþingis eru málefnalegar og það er afar mikilvægt að almenningur fái að vita hvernig í raun var í pottinn búið í þessum efnum og ekki síður að ráðherra axli ábyrgð á gjörðum sínum og viti hvaða skyldum hann hafi að gegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar