Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúar og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut.
Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Við hittum mæður sem segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni.
Þá heimsækjum við nýkrýndan Eurovision-fara okkar Íslendinga, sem ætlar sér að vinna keppnina í Liverpool í maí, og verðum í beinni frá Þjóðleikhúsinu þar sem glænýr fjölskyldusöngleikur var frumsýndur í dag. Loks leiðir Magnús Hlynur okkur í gegnum kynngimagnaða sæljónasýningu sem hann sótti nýverið á Tenerife.