Slysið átti sér stað í Rancho San Antonio County Park um klukkan 10 um morguninn í gær. Haft var samband við neyðaraðila þegar tréð féll á móðurina. Samkvæmt frétt NBC um málið kemur fram að hópurinn hafi reynt hvað hann gat að lyfta trénu af henni en án árangurs.
Í yfirlýsingu frá samtökum skátanna er staðfest að foreldri eins skátans hafi látist í göngunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að enginn annar í hópnum hafi slasast.
Slökkviliðið á svæðinu birti færslu á samfélagsmiðlinum Twitter um málið. Þar kemur fram að móðirin hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi.