Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Máni Snær Þorláksson skrifar 6. mars 2023 16:54 Aðstandendur og leikarar í Verbúðinni á góðri stundu. Vísir/Hulda Margrét Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar á föstudag. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum en athygli vakti að þáttaröðin hlaut ekki tilnefningu í flokknum handrit ársins. Í tilkynningu frá stjórn ÍKSA í dag segir að stjórnin hafi í gær ákveðið að veita valnefnd handrita frest til hádegis á morgun til að skoða hvort tilnefna eigi Verbúðina. Verði það niðurstaðan verða sex handrit tilnefnd í stað fimm. Annars verða tilnefningar óbreyttar. Töldu sig hafa græjað tilnefningu Stjórnin segist síðdegis á föstudag hafa orðið þess áskynja að ekki hafi borist innsending frá aðstandendum Verbúðarinnar innan tilskilns skilafrests, 24. janúar síðastliðinn. „Innsendingar verksins í aðra flokka höfðu borist innan þessa skilafrests. Jafnframt varð stjórn ljóst þann 3. mars að aðstandendur Verbúðarinnar töldu sig í góðri trú hafa sent inn umsókn og að verkið kæmi til greina í flokkinn Handrit ársins,“ segir í tilkynningu ÍKSA. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu.“ Ekki hlutverk ÍKSA að staðfesta innsendingar ÍKSA tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hafi sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Stjórn ÍKSA harmar mjög að þetta mál hafi komið upp. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni.Verbúðin „Það er algjört lykilatriði að allir lúti sömu reglum, þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Þá tekur stjórnin fram að hún hafi engin afskipti af störfum valnefnda. „Hlutverk stjórnar ÍKSA er að velja fólk í valnefndir út frá þekkingu og hæfi viðkomandi einstaklinga. Í framhaldi sér framkvæmdastjóri um samskipti við valnefndir. Sú regla hefur verið viðhöfð að eigi meðlimur stjórnar verk í innsendingu víkur hann af fundi þegar valnefndir þeirra flokka sem verkið kemur til greina í eru valdar.“ Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar á föstudag. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum en athygli vakti að þáttaröðin hlaut ekki tilnefningu í flokknum handrit ársins. Í tilkynningu frá stjórn ÍKSA í dag segir að stjórnin hafi í gær ákveðið að veita valnefnd handrita frest til hádegis á morgun til að skoða hvort tilnefna eigi Verbúðina. Verði það niðurstaðan verða sex handrit tilnefnd í stað fimm. Annars verða tilnefningar óbreyttar. Töldu sig hafa græjað tilnefningu Stjórnin segist síðdegis á föstudag hafa orðið þess áskynja að ekki hafi borist innsending frá aðstandendum Verbúðarinnar innan tilskilns skilafrests, 24. janúar síðastliðinn. „Innsendingar verksins í aðra flokka höfðu borist innan þessa skilafrests. Jafnframt varð stjórn ljóst þann 3. mars að aðstandendur Verbúðarinnar töldu sig í góðri trú hafa sent inn umsókn og að verkið kæmi til greina í flokkinn Handrit ársins,“ segir í tilkynningu ÍKSA. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu.“ Ekki hlutverk ÍKSA að staðfesta innsendingar ÍKSA tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hafi sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Stjórn ÍKSA harmar mjög að þetta mál hafi komið upp. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni.Verbúðin „Það er algjört lykilatriði að allir lúti sömu reglum, þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Þá tekur stjórnin fram að hún hafi engin afskipti af störfum valnefnda. „Hlutverk stjórnar ÍKSA er að velja fólk í valnefndir út frá þekkingu og hæfi viðkomandi einstaklinga. Í framhaldi sér framkvæmdastjóri um samskipti við valnefndir. Sú regla hefur verið viðhöfð að eigi meðlimur stjórnar verk í innsendingu víkur hann af fundi þegar valnefndir þeirra flokka sem verkið kemur til greina í eru valdar.“
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31