Háskólann vantar milljarð, núna! Rebekka Karlsdóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. Háskóla Íslands, helstu og stærstu menntastofnun landsins, vantar nú milljarð til þess að ná endum saman fyrir komandi ár, auk þess sem enn frekari niðurskurður hefur verið boðaður í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir næsta ár. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur farið af stað með herferð til þess að vekja athygli á undirfjármögnun Háskóla Íslands og áhrifum hennar á skólastarfið, stúdenta og samfélagið allt. Með herferðinni er ætlunin að þrýsta á stjórnvöld að standa við gefin loforð um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að leita enn frekar í vasa stúdenta með hækkun skrásetningargjaldsins. Fjársvelti háskóla er pólitísk ákvörðun Sterkir opinberir háskólar skipta sköpum fyrir velmegun samfélagsins; hátt menntunarstig bætir lífskjör, eflir verðmætasköpun og eykur velsæld. Ónóg fjárveiting og áframhaldandi aðgerðarleysi er pólitísk ákvörðun sem stangast á við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjárframlög til háskólastigsins - ef milljarð vantar til þess að tryggja grunnþjónustu háskólans skortir einnig fjárhagslegt svigrúm hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni háskólastigsins í alþjóðlegu samhengi. Það er staðreynd að starfsemi íslenskra háskóla hefur beðið hnekki á síðustu árum vegna skorts á fjármagni og þess sífellda niðurskurðar sem fylgt hefur í kjölfarið. Öll svið háskólans munu þurfa að skera niður í kennslu vegna stöðunnar nú og það er ekki í fyrsta skipti sem ráðast þarf í slíkar aðgerðir vegna skorts á fjármagni. Þetta þýðir meðal annars að færri áfangar verða í boði og gæði náms skerðast. Þá hefur skortur á fullnægjandi fjármögnun til að sinna rannsóknum og kennslu haft þau áhrif að skólinn hefur fallið á alþjóðlegum matslistum. Stúdentar splæsa Til þess að brúa bilið sem nú blasir við í fjárhagsáætlun hafa háskólayfirvöld óskað eftir því að skrásetningargjald Háskóla Íslands verði hækkað í 95.000 kr. Það er augljóst að það kostar ekki hundrað þúsund krónur að skrá nemendur í skólann heldur er skrásetningargjaldið ein birtingarmynd undirfjármögun opinberrar háskólamenntunar hér á landi. Það er verið að seilast í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum. Það er eðlilegt að gjöld taki mið af verðlagsbreytingum milli ára, en hér lykilatriðið að hluti skrásetningargjaldsins fer í að dekka kostnað sem er alls ótengdur eiginlegri skrásetningu stúdenta. Stúdentaráð dregur í efa að allir þeir kostnaðarliðir sem háskólinn rökstyður gjaldið með standist lög um opinbera háskóla og því haldi ekki vatni að rökstyðja hækkun gjaldsins með vísitöluhækkunum á núverandi kostnaðarliðum. Stúdentar gjalda misbresti stjórnvalda Hækkun þessi yrði verulega íþyngjandi fyrir stúdenta en þó ekki nema dropi í hafið hvað varðar þann gríðarlega fjárskort sem háskólinn stendur frammi fyrir. Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar hækkunum á skrásetningargjaldi Háskóla Íslands og krefst þess að stjórnvöld sinni skyldum sínum hvað varðar fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Íslenskir stúdentar borga nú þegar margfalt hærri skrásetningargjöld en þekkist á Norðurlöndum, og enn frekari hækkun mun litlu áorka öðru en takmörkuðu aðgengi að háskólanámi og skerðingu á jafnrétti til náms. Það þarf að ráðast tafarlaust á rót vandans, sem er fjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á landi, eða réttara sagt skortur á henni. Öflugir opinberir háskólar eru lykilstofnanir í nútímasamfélagi og undirstaða hagsældar og velferðar. Stjórnvöldum ber skylda til að standa við gefin loforð og bregðast við fjárskorti háskólanna til að tryggja framþróun íslensks lýðræðissamfélags. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs sem hófst í dag - sjá nánar á www.student.is
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun