Veitingarekstur í Japan í uppnámi vegna „sushi-terrorista“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 07:41 Það þarf bara einn til að eyðileggja fyrir öllum. Getty Veitingakeðjur í Japan sem hafa boðið upp á sushi á færibandi íhuga nú að skipta yfir í hefðbundna þjónustu þar sem maturinn er borinn á borð af þjónum. Ástæðan er faraldur óprúttinna aðila sem leikur sér að því að eiga við matinn. Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað. Japan Matur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað.
Japan Matur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira