„Hún er algjör jaxl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 07:00 Lucie gengur með sitt þriðja barn en það stoppar hana ekki í lyftingunum. Vísir/Sigurjón Kraftlyftingakonan Lucie Stefaniková keppti í Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Lucie ber barn undir belti. Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“ Kraftlyftingar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands Sjá meira
Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“
Kraftlyftingar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum