Sigfús spenntur fyrir erlendum landsliðsþjálfara sem er laus við alla pólítík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Íslenska handboltalandsliðið vann það tékkneska, 28-19, í undankeppni EM 2024 um helgina. vísir/hulda margrét Sigfús Sigurðsson er spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira
HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30