Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 12:29 Það hefur heldur betur hitnað í kolunum í framboðsslagnum hjá VR. vísir/vilhelm Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. „Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
„Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira