Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2023 14:00 Ölstofa Kormáks og Skjaldar er meðal veitingastaða sem geta ekki boðið upp á Guinness í dag vegna skorts á landinu. Vísir/Samsett Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld. Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði. Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira