„Vorum klárlega betra liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 07:01 Marco Silva var fyrstur að fjúka hjá Fulham er liðið hrundi á Old Trafford. Simon Stacpoole/Getty Images Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir í Fulham yfir þökk sé Serbanum með markanefið, Aleksandar Mitrović. Það mark kom á 50. mínútu og voru gestirnir með tögl og haldir á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerðust hins vegar ótrúlegir hluti. Brasilíumaðurinn Willian varði boltann með hendi á marklínu. Dómari leiksins fór á endanum og skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Marco Silva kom askvaðandi og virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla. Var hann samstundis rekinn af velli. Í kjölfarið fékk Willian rautt spjald fyrir að koma í veg fyrir mark og þá fékk Mitrović rautt spjald fyrir að tryllast og slá í hendi Chris Kavanagh dómara. Bruno Fernandes skoraði út vítaspyrnunni og örskömmu síðar hafði Marcel Sabitzer komið Man United yfir. Aðeins voru 265 sekúndur frá því að Willian var sendur í sturtu og að Man Utd var komið yfir. Marco Silva gave his honest opinion on a dramatic #EmiratesFACup semi-final at Old Trafford pic.twitter.com/mjWQSWMaZS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 „Við vorum klárlega betri aðilinn þangað til þeir fengu vítaspyrnu og við rautt spjald. Við berum virðingu fyrir Manchester United en við vorum klárlega betra liðið,“ sagði Silva í viðtali eftir leik. „Það sem er erfitt að skilja er að tvívegis í fyrri hálfleik, þar sem í annað skiptið var klárlega brotið á Mitrović í annað skiptið, þá fór enginn í skjáinn. Af hverju skoðaði engin þau atvik,“ spurði Silva aðspurður út í rauðu spjöldin og vítaspyrnudóminn. „Ef þú spyrð hvort ég sé ánægður með það sem ég gerði þá er svarið hreint og beint nei. En ef þú spyrð mig hvort ég hafi verðskuldað rautt spjald, þá efast ég um það. Væri til í að vita hvað dómarinn skrifar í skýrsluna að ég hafi sagt við hann,“ sagði Silva að endingu um rauða spjaldið sem hann fékk. It's another trip to Wembley for @ManUtd! The Red Devils came back from a goal down to seal a 3-1 win and their place in the #EmiratesFACup semi-finals for a record-breaking 31st time! pic.twitter.com/PwI78OQyEl— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 Manchester United vann leikinn á endanum 3-1 og er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Brighton & Hove Albion. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir í Fulham yfir þökk sé Serbanum með markanefið, Aleksandar Mitrović. Það mark kom á 50. mínútu og voru gestirnir með tögl og haldir á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerðust hins vegar ótrúlegir hluti. Brasilíumaðurinn Willian varði boltann með hendi á marklínu. Dómari leiksins fór á endanum og skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Marco Silva kom askvaðandi og virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla. Var hann samstundis rekinn af velli. Í kjölfarið fékk Willian rautt spjald fyrir að koma í veg fyrir mark og þá fékk Mitrović rautt spjald fyrir að tryllast og slá í hendi Chris Kavanagh dómara. Bruno Fernandes skoraði út vítaspyrnunni og örskömmu síðar hafði Marcel Sabitzer komið Man United yfir. Aðeins voru 265 sekúndur frá því að Willian var sendur í sturtu og að Man Utd var komið yfir. Marco Silva gave his honest opinion on a dramatic #EmiratesFACup semi-final at Old Trafford pic.twitter.com/mjWQSWMaZS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 „Við vorum klárlega betri aðilinn þangað til þeir fengu vítaspyrnu og við rautt spjald. Við berum virðingu fyrir Manchester United en við vorum klárlega betra liðið,“ sagði Silva í viðtali eftir leik. „Það sem er erfitt að skilja er að tvívegis í fyrri hálfleik, þar sem í annað skiptið var klárlega brotið á Mitrović í annað skiptið, þá fór enginn í skjáinn. Af hverju skoðaði engin þau atvik,“ spurði Silva aðspurður út í rauðu spjöldin og vítaspyrnudóminn. „Ef þú spyrð hvort ég sé ánægður með það sem ég gerði þá er svarið hreint og beint nei. En ef þú spyrð mig hvort ég hafi verðskuldað rautt spjald, þá efast ég um það. Væri til í að vita hvað dómarinn skrifar í skýrsluna að ég hafi sagt við hann,“ sagði Silva að endingu um rauða spjaldið sem hann fékk. It's another trip to Wembley for @ManUtd! The Red Devils came back from a goal down to seal a 3-1 win and their place in the #EmiratesFACup semi-finals for a record-breaking 31st time! pic.twitter.com/PwI78OQyEl— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 Manchester United vann leikinn á endanum 3-1 og er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Brighton & Hove Albion.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30