Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 14:43 Eins og sjá má var mikill fjöldi sem kom að aðgerðum við Glym í dag. Vísir/Vilhelm Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu. Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu.
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52