Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2023 00:15 Johnson sat fyrir svörum hjá þingnefnd í dag. AP Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar. Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Rannsóknarnefnd hefur rannsakað veisluhöld í Downingstræti árin 2020 og 2021 sem vakti mikla reiði meðal landsmanna, enda á þeim tíma sem samkomubann var í gildi í Bretlandi. Nefndin mun kveða upp úrskurð eða ákveða refsiaðgerðir vegna málsins í sumar. Niðurstaða nefndarinnar verður svo til umræðu í neðri deild breska þingsins. Annars vegar er um að ræða kveðjuviðburð 13. nóvember 2020 þar sem á milli 20 og 30 manns komu saman. Þar hélt Johnson sjálfur ræðu fyrir gesti en nokkrum dögum fyrr kynnti hann samkomutakmarkanir fyrir þjóð sína þar sem gert var ráð fyrir að einungis tveir mættu koma saman. Þessi mynd er á meðal gagna sem lögð voru fram í málinu. Þar sést Johnson skála við gesti 13. nóvember 2020. afp Johnson sagði þennan viðburð nauðsynlegan þar sem virtur starfsmaður hafi verið kvaddur og mikilvægt fyrir hann sjálfan að vera á staðnum. Á þeim þremur tímum sem Johnson sat fyrir svörum nefndarinnar átti hann í orðaskiptum við Bernard Jenkin, þingmann Íhaldsflokksins, sem minnti Johnson á að hvergi í viðmiðum stjórnarinnar væri minnst á að kveðjusamkomur væru nauðsynlegar. Síðar í yfirheyrslunum var Johnson spurður hvort einhver hafi fullvissað hann um að engar reglur væru brotnar með veisluhöldunum. Jafnframt hvort hann hafi fengið álit lögfræðinga, en Johnson sagði svo ekki hafa verið. Ráðgjafar hans hafi fullvissað hann um að allt hafi verið eftir settum reglum, og hann hafi treyst þeim. Þá var afmælisveisla Johnson, sem haldin var í júní 2020, til umræðu. Hann sagði þann viðburð einnig hafa verið tengd vinnu en lögreglan í Bretlandi setkaði Johnson vegna afmælisveislunnar.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira