„Við ætlum að fara aðeins yfir þessar tvær tillögur sem liggja fyrir,“ bætti Hörður við.
Fyrri tillagan
- Fjölga í 10 liða úrvalsdeild.
- Skipta deildinni upp í A og B-deild eftir tvær heilar umferðir. Fimm lið í hvorri deild. Spila aðrar fimm umferðir.
- Efstu sex fara í úrslitakeppni: Efstu fimm úr A-riðli og topplið B-riðils
- 3. sæti spilar við 6. sæti og 4. sæti spilar við 5. sæti. Liðin sem sigra mæta 1. og 2. sæti í undanúrslitum.
- Liðið í neðsta sæti fer beint niður á meðan liðið í 9. sæti spilar upp á sæti við 2. til 4. sæti í 1. deild.
„Virðist vera hitapumálið á þingi helgarinnar ásamt þessari þriggja ára reglu í karlaboltanum,“ bætir Hörður við.
Síðari tillagan
- Halda 8 liða úrvalsdeild og „rest“ í 1. deild.
- Neðstu tvö liðin í úrvalsdeild falla niður um deild á hverju ári.
- Efsta liðið í 1. deild fer bent upp og lið í 2. til 5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið
55. Körfuknattleiksþing verður sett kl. 10:00 á morgun, laugardaginn 25. mars. Fyrir þinginu liggja alls 21 tillaga um breytingar á lögum eða reglugerðum sambandsins, ásamt því sem fyrir liggur að kosið verður milli sex einstaklinga um fimm sæti í stjórn KKÍ.
Þingið verður í beinni útsendingu á Youtube síðu KKÍ, en hægt verður að sjá útsendinguna hérna. Öll þau gögn sem liggja fyrir þinginu má sjá á heimasíðu KKÍ, en síðan verður uppfærð meðan á þingi stendur með þeim breytingartillögum sem berast.
Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan.