Skoðun

Tölum um lygar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Dómsmálaráðherra Íslands, maðurinn sem ber ábyrgð á málefnum lögreglu, dómstóla og sýslumanna og réttvísinni á Íslandi svona almennt og yfirleitt, hefur endurtekið verið staðinn að lygum. Hann lýgur að þinginu. Hann lýgur að fjölmiðlum. Hann lýgur að almenningi.

Nú síðast var ráðherrann staðinn að verki við það að ljúga því að okkur öllum að slysum á lögreglumönnum hafi farið mjög fjölgandi síðastliðin ár. Þessu laug ráðherrann til þess að réttlæta ákvörðun sína um að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Án umræðu í samfélaginu. Án umræðu í ríkisstjórn. Án umræðu á Alþingi.

Dómsmálaráðherra Íslands, Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur líka logið um fólk á flótta. Hann gerir það til þess að ala á ótta. Hann gerir það til þess að græða á fordómum gegn flóttafólki, sem er einn viðkvæmasti hópur fólks sem finna má á jörðinni.

Það er í sjálfu sér ekki ólöglegt að ljúga en þegar maður með æðsta vald yfir réttarvörslukerfinu á Íslandi er endurtekið staðinn að lygum er ástæða til þess að staldra við og spyrja sig; hvers vegna hefur það ekki vakið meiri viðbrögð en raun ber vitni?

Höfundur er þingflokksformaður Pírata.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×