Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og herma heimildir blaðsins að ástæðurnar séu tæknilegs eðlis, taka hafi þurft tillit til uppfærðrar þjóðhagsspár og eins hafi handavinna við frágang áætlunarinnar reynst tímafrekari en vonast hafði verið til.
Áætlunin hefur þegar verið samþykkt í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir í samtali við Fréttablaðið í morgun og boðar aðhald, sem gæti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna.
Heimildir Morgunblaðsins herma hinsvegar að engra stórfenglegra breytinga sé að vænta, sennilega verði um að ræða breytingar á skattlagningu ökutækja auk þess sem ekki sé útilokað að tímabundin hækkun á tekjuskatti lögaðila verði sett fram.