Gervigreindin, vélþýðingar og sá vandi sem íslenskir nytjaþýðendur standa frammi fyrir Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 2. apríl 2023 20:30 Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Gervigreind Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun