„Óformlegar viðræður“ um endurreisn Hringbrautar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 22:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson. vísir/arnar Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir að áhugi sé fyrir því meðal fjárfesta að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut. Greinilegur söknuður sé af stöðinni. „Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“ Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
„Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira