Hlutu hæsta styrk til að rannsaka byltingu í greiningu svefnsjúkdóma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 22:43 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. vísir/egill Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical vinnur að nýrri gervigreindaraðferð sem gæti umbylt svefnrannsóknum. Fyrirtækið hlut hæsta styrkinn úr nýsköpunarsjóði námsmanna í ár. Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05