Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 19:47 Þrátt fyrir að hafa verið týndur í sex ár er kötturinn gæfur og finnst gott að láta klappa sér. Facebook Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð. Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð.
Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira