Rahm veitti samlanda sínum virðingu eftir sigurinn á Masters Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 09:00 John Rahm í jakkanum fræga. EPA-EFE/JOHN G MABANGLO Jon Rahm varð á sunnudag fjórði Spánverjinn til að landa sigri á hinu fornfræga Masters-móti í golfi. Fjörutíu ár eru síðan samlandi hans Seve Ballesteros vann mótið og vottaði Rahm honum virðingu sína að móti loknu. Rahm hafði betur gegn Brooks Koepka á lokadegi Masters og tryggði sér sigur á mótinu og þar með græna jakkann sem og efsta sæti heimslistans. Vegna veðurs hægðist verulega á mótinu framan af en lokadagurinn var sannkallaður maraþondagur þar sem kylfingar þurftu sumir hverjir að klára þriðja hring sinn áður en haldið var í fjórða og síðasta hring mótsins. Hinn 28 ára gamli Rahm endaði mótið á 12 undir pari og tryggði sér þar með sinn annan sigur á risamóti í golfi. „Okkur kylfingum dreymir öllum um augnablik sem þessi. Maður reynir að sjá þau fyrir sér og hvernig það verður þegar þau raungerast,“ sagði Rahm að móti loknu. „Bjóst aldrei við að ég myndi gráta þegar ég ynni golfmót en ég var virkilega nálægt því á 18. holunni. Mikið af því er sökum þess hvað þetta þýðir fyrir mig og golf á Spáni. Þetta er 10. risamótið sem Spánn vinnur, er fjórði kylfingurinn til að vinna Masters og minn annar risatitill. Þetta er frekar magnað.“ Jon Rahm paid an emotional tribute to Seve Ballesteros after winning The Masters pic.twitter.com/sda3ZOomNC— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 10, 2023 „Saga leiksins er stór ástæða þess að ég spila og Seve spilar þar stórt hlutverk. Ef það væri ekki fyrir Ryder-bikarinn árið 1997, ég og faðir minn tölum reglulega um það, þá veit ég ekki hvar ég eða við sem fjölskylda værum. Að ná að klára dæmið, sléttum 40 árum frá því að hann vann og það á Páskasunnudegi þýðir rosalega mikið fyrir mig,“ sagi Rahm að endingu. Golf Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira
Rahm hafði betur gegn Brooks Koepka á lokadegi Masters og tryggði sér sigur á mótinu og þar með græna jakkann sem og efsta sæti heimslistans. Vegna veðurs hægðist verulega á mótinu framan af en lokadagurinn var sannkallaður maraþondagur þar sem kylfingar þurftu sumir hverjir að klára þriðja hring sinn áður en haldið var í fjórða og síðasta hring mótsins. Hinn 28 ára gamli Rahm endaði mótið á 12 undir pari og tryggði sér þar með sinn annan sigur á risamóti í golfi. „Okkur kylfingum dreymir öllum um augnablik sem þessi. Maður reynir að sjá þau fyrir sér og hvernig það verður þegar þau raungerast,“ sagði Rahm að móti loknu. „Bjóst aldrei við að ég myndi gráta þegar ég ynni golfmót en ég var virkilega nálægt því á 18. holunni. Mikið af því er sökum þess hvað þetta þýðir fyrir mig og golf á Spáni. Þetta er 10. risamótið sem Spánn vinnur, er fjórði kylfingurinn til að vinna Masters og minn annar risatitill. Þetta er frekar magnað.“ Jon Rahm paid an emotional tribute to Seve Ballesteros after winning The Masters pic.twitter.com/sda3ZOomNC— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 10, 2023 „Saga leiksins er stór ástæða þess að ég spila og Seve spilar þar stórt hlutverk. Ef það væri ekki fyrir Ryder-bikarinn árið 1997, ég og faðir minn tölum reglulega um það, þá veit ég ekki hvar ég eða við sem fjölskylda værum. Að ná að klára dæmið, sléttum 40 árum frá því að hann vann og það á Páskasunnudegi þýðir rosalega mikið fyrir mig,“ sagi Rahm að endingu.
Golf Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Sjá meira