Lögvarinn réttur og viðvarandi ofbeldi Aníta Runólfsdóttir skrifar 11. apríl 2023 14:00 Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr. Það þýðir að maður, sem hefur minnsta grun um að hann sé faðir barns eða telur sig á einn eða annan hátt vera faðir barns geti höfðað mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hver sé faðir viðkomandi barns. Fyrir einhverja kunna lögin að gefa einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til að skera á um hvort þeir séu foreldrar þess, enda réttur barns að fá að þekkja báða foreldra sína. Það breytir því ekki að karlmenn sem beitt hafa umsáturseinelti geti stefnt foreldrum barns til þess eins að skerða friðhelgi einkalífs. Breyting varð á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 þar sem fjallað var sérstaklega um umsáturseinelti. Þau lög tóku gildi árið 2021 en í þeim kemur skýrt fram að sá sem endurtekið hefur hótað, elt, fylgst með eða sett sig í samband við aðra manneskju til þess eins að valda hræðslu eða kvíða geti nýtt sér að valda konu óþægindum með því að stefna til véfengingar á faðerni. Á Íslandi búum við í velferðarsamfélagi þar sem rík áhersla í okkar samfélagi er að tryggja börnum vernd. Þá er mikilvægt að einstaklingar sem annarlegar hvatir búa yfir, geti ekki með lögbundnum hætti haldið slíku ofbeldi áfram, nema fyrir liggi handbær gögn. Staðreyndin er sú að ef einstaklingur sem haldin er þráhyggju, fái kröfum sínum mætt muni hann að öllum líkindum ekki una niðurstöðu rannsóknarinnar nema það sé honum í hag. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem fylgir slíkri rannsókn fyrir ríkissjóðs og þolendum ofbeldis. Með þessu vill höfundur vekja athygli á þeim annmörkum sem kann að vera í lögum og skorti á skilningi þess þegar ofbeldismenn eru annars vegar. Það er lítið sem stoppar þá að halda háttsemi sinni til streitu. Höfundur er félagsráðgjafanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr. Það þýðir að maður, sem hefur minnsta grun um að hann sé faðir barns eða telur sig á einn eða annan hátt vera faðir barns geti höfðað mál fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hver sé faðir viðkomandi barns. Fyrir einhverja kunna lögin að gefa einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til að skera á um hvort þeir séu foreldrar þess, enda réttur barns að fá að þekkja báða foreldra sína. Það breytir því ekki að karlmenn sem beitt hafa umsáturseinelti geti stefnt foreldrum barns til þess eins að skerða friðhelgi einkalífs. Breyting varð á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 þar sem fjallað var sérstaklega um umsáturseinelti. Þau lög tóku gildi árið 2021 en í þeim kemur skýrt fram að sá sem endurtekið hefur hótað, elt, fylgst með eða sett sig í samband við aðra manneskju til þess eins að valda hræðslu eða kvíða geti nýtt sér að valda konu óþægindum með því að stefna til véfengingar á faðerni. Á Íslandi búum við í velferðarsamfélagi þar sem rík áhersla í okkar samfélagi er að tryggja börnum vernd. Þá er mikilvægt að einstaklingar sem annarlegar hvatir búa yfir, geti ekki með lögbundnum hætti haldið slíku ofbeldi áfram, nema fyrir liggi handbær gögn. Staðreyndin er sú að ef einstaklingur sem haldin er þráhyggju, fái kröfum sínum mætt muni hann að öllum líkindum ekki una niðurstöðu rannsóknarinnar nema það sé honum í hag. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem fylgir slíkri rannsókn fyrir ríkissjóðs og þolendum ofbeldis. Með þessu vill höfundur vekja athygli á þeim annmörkum sem kann að vera í lögum og skorti á skilningi þess þegar ofbeldismenn eru annars vegar. Það er lítið sem stoppar þá að halda háttsemi sinni til streitu. Höfundur er félagsráðgjafanemi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar