Gufubaðsklúbbarnir í Neskaupstað sjá fram á gjaldskrárhækkun Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2023 07:00 Alls eru átta gufubaðsklúbbar starfandi í Neskaupstað. Fimm þeirra hittast alla jafna utan hefðbundins opnunartíma. Fjarðabyggð Svokallaðir „gufubaðsklúbbar“ sem starfandi eru í Neskaupstað sjá fram á að dýrara verði fyrir þá að hittast utan hefðbundins opnunartíma sundlaugarinnar í bænum. Átta slíkir klúbbar eru nú starfræktir í Neskaupstað. Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar. Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar.
Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira