Björn Leví sver af sér ásakanir um gerendameðvirkni Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 15:29 „Algerlega mér að kenna bara,“ segir þingmaðurinn. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur í þrígang þurft að uppfæra færslu um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem hann birti á Facebook í gærkvöldi, eftir að fjöldi fólks sakaði hann um gerendameðvirka orðræðu. „Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan: Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
„Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan:
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04