Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að skipið hafi sést á fjareftirlitskerfi stofnunarinnar. Samband hafi verið haft við áhöfn skipsins og vakthafandi skipstjórnarmaður hafi viðurkennt að skipið væri á veiðum. Honum hafi í kjölfarið verið tilkynnt að þeir væru á bannsvæði.
Skipið kom til hafnar í Reykjavík síðustu nótt og fóru liðsmenn séraðgerðasveitar LHG, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu um borð. Þar var rætt við áhöfn og farið yfir afladagbók og veiðarfæri. Skipin var svo siglt á brott í kjölfarið.
í áðurnefndri tilkynningu segir að lögreglan fari með rannsókn málsins í samvinnu við Landhelgisgæsluna.