Háskólinn glímir við gervigreindina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 20:39 Stefán segir að í gervigreind séu fólgin tækifæri, ekki síður en áskoranir. Samsett Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“ Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“
Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00
ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01