Leiðtogar Vesturlanda búa sig undir viðbrögð Rússa við gagnsókn Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 07:22 Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna funduðu í gær. AP/Yuichi Yamazaki Leiðtogar á Vesturlöndum eru sagðir búa sig undir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípi til allra þeirra vopna sem hann á eftir til að bregðast við gagnsókn Úkraínumanna sem er sögð vera yfirvofandi. Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira