Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2023 22:00 Fyrirhuguð Ölfusárbrú. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af brúnni, sem verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, með brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkju. Í dag rann út frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíðina og reyndust umsækjendur fimm talsins: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Verktakahóparnir fimm sem sóttu um að taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Verkefnisstjóra Vegagerðarinnar líst ljómandi vel á keppnishópinn. „Við fengum þarna fimm aðila, bæði erlenda og innlenda, sem við erum bara spennt að sjá. Við erum ekki búin að skoða nákvæmlega hvað er á bak við hvert og eitt fyrirtæki. En erum bara spenntir að skoða það. Og þetta lítur út fyrir að vera góðir aðilar,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Guðmundur Valur Guðmundsson hjá Vegagerðinni er verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Egill Aðalsteinsson Alþjóðlegur áhugi á brúarsmíðinni vekur athygli. „Þetta verkefni er þannig. Brúin er alveg á þann mælikvarða. Við líka óskuðum eftir þekkingu og reynslu af svona sambærilegum mannvirkjum. Þannig að það er eðlilegt að menn leyti sér samstarfs líka erlendis við slíkar framkvæmdir.“ Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Framundan er að meta hæfi umsækjenda og er stefnt að því að bjóða verkið út í sumar. „Og í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum, sem tekur einhverja mánuði, þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur Valur. Þar sem þetta er alútboð er verktaka ætlað að fullhanna brúna áður en smíðin getur hafist en honum er einnig ætlað að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng. Áætlað að er að verkið taki tvö og hálft til þrjú ár. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með sextíu metra háum turni á Efri Laugardælaeyju.Vegagerðin En hvenær verður brúin tilbúin? „Það er 2026, 2027. Það er svona það sem við erum að vinna með,“ svarar verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. 14. september 2021 18:40 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af brúnni, sem verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, með brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkju. Í dag rann út frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíðina og reyndust umsækjendur fimm talsins: Hochtief, Þýskalandi; IHI, Japan; Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet, Reykjavík; Puentes y Calzadas, Spáni; og ÞG verktakar ehf., Reykjavík. Verktakahóparnir fimm sem sóttu um að taka þátt í útboðinu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Verkefnisstjóra Vegagerðarinnar líst ljómandi vel á keppnishópinn. „Við fengum þarna fimm aðila, bæði erlenda og innlenda, sem við erum bara spennt að sjá. Við erum ekki búin að skoða nákvæmlega hvað er á bak við hvert og eitt fyrirtæki. En erum bara spenntir að skoða það. Og þetta lítur út fyrir að vera góðir aðilar,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Guðmundur Valur Guðmundsson hjá Vegagerðinni er verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Egill Aðalsteinsson Alþjóðlegur áhugi á brúarsmíðinni vekur athygli. „Þetta verkefni er þannig. Brúin er alveg á þann mælikvarða. Við líka óskuðum eftir þekkingu og reynslu af svona sambærilegum mannvirkjum. Þannig að það er eðlilegt að menn leyti sér samstarfs líka erlendis við slíkar framkvæmdir.“ Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Framundan er að meta hæfi umsækjenda og er stefnt að því að bjóða verkið út í sumar. „Og í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum, sem tekur einhverja mánuði, þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur Valur. Þar sem þetta er alútboð er verktaka ætlað að fullhanna brúna áður en smíðin getur hafist en honum er einnig ætlað að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng. Áætlað að er að verkið taki tvö og hálft til þrjú ár. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með sextíu metra háum turni á Efri Laugardælaeyju.Vegagerðin En hvenær verður brúin tilbúin? „Það er 2026, 2027. Það er svona það sem við erum að vinna með,“ svarar verkefnisstjóri Ölfusárbrúar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00 Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. 14. september 2021 18:40 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. 30. desember 2022 06:00
Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur. 14. september 2021 18:40
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18