Kane og Mourinho á óskalista PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 09:30 Gætu þessir tveir verið á leið til Parísar? EPA-EFE/Lynne Cameron Það stefnir í töluverðar breytingar hjá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain í sumar. Lionel Messi er talinn vera á leið heim til Katalóníu en í hans stað vilja forráðamenn PSG fá enska framherjann Harry Kane. Þá er talið að José Mourinho gæti verið næsti þjálfari liðsins. Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar. Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira