Framtíð menningarinnar verði til í Listaháskólanum Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. apríl 2023 12:50 Kristín Eysteinsdóttir var Borgarleikhússtjóri á árunum 2014 til 2020 og náði leikhúsið eftirtektarverðum listrænum og rekstrarlegum árangri undir hennar stjórn. Hennar bíða stór verkefni hjá Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun. Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu. Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu.
Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39
Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent