Bergischer byrjaði leikinn af meiri krafti og þegar að fimm mínútur voru liðnar af leiknum voru gestirnir með tveggja marka forystu, 2-4.
Þá gáfu heimamenn þó í og náðu fljótt að taka forystuna í leiknum, forystu sem þeir áttu ekki eftir að láta af hendi það sem eftir lifði leiks.
Þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn í Lemgo með þremur mörkum, 18-15.
Í seinni hálfleik jókst munurinn milli liðanna og á endanum vann Lemgo tíu marka sigur, 38-28.
Eftir leik dagsins situr Bergischer í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Lemgo er aftur á móti í 13. sæti með 23 stig.