Efna til „klórumyndasamkeppni” í tilefni af degi íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2023 13:06 Hestum finnst ótrúlega gott að láta klóra sér og því hefur Íslandsstofa efnt til „Klórumyndbandasamkeppni“ þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Christiane Slawik Alþjóðlegum degi íslenska hestsins verður fagnað 1. maí næstkomandi en þá verður meðal annars haldið upp á daginn í Nýja Sjálandi og Ástralíu og að sjálfsögðu á Íslandi. Í tilefni dagsins hefur Íslandsstofa efnt til „klórumyndasamkeppni” enda finnst hestum einstaklega gott að láta klóra sér. Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl. Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl.
Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira