Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 19:20 Vihjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi sautján ára stúlku, segir að búið sé að láta hana lausa úr gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Öll fjögur ungmennanna sem tengdust málinu voru látin laus úr einangrun í gærkvöldi eftir yfirheyrslu. Hins vegar sætu þau enn gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morði á 27 ára pólskum karlmanni á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 20. apríl. Sautján ára stúlka hefur nú verið látin laus úr haldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur nítján ára piltur játað sekt sína í glæpnum. Hann játaði fljótlega eftir að hann var handtekinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi stúlkunnar en hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Þar sagði hann að stúlkan væri vitni í málinu en ekki sakborningur og hefði því ekki átt að sæta gæsluvarðhald. Upptökur hafi sýnt að hún átti ekki aðild að morðinu og var það kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi um sexleytið. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Vilhjálm en það hefst á fjórðu mínútu myndbandsins. Þar á undan er viðtal við Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vitni en ekki sakborningur Í viðtali við fréttastofu sagði Vilhjálmur lögregluna hafa verið með „sönnunargögn frá umbjóðanda mínum, myndband af atburðarásinni, sem beinlínis sannaði það að hún var vitni í málinu en ekki sakborningur.“ „Og vitni eiga ekki að sæta gæsluvarðhaldi.“ Aðspurður út í hlut stelpunnar í málinu sagði Vilhjálmur: „Hún var rangt barn á röngum stað á röngum tíma. Hún var þarna á staðnum. Og foreldrar hennar höfðu uppálagt henni það að ef hún lenti í ótryggum aðstæðum að taka það upp á símann sinn, sem hún gerði. Síðan þegar hún var handtekin og tekin af henni skýrsla framvísað hún þessum upptökum og leyfði lögreglu að skoða símann sinn.“ „Þessar upptökur sýna það svart á hvítu að hún átti enga aðild að þessu, var alltaf í fimm til átta metra fjarlægð frá atburðarásinni og veitti hvorki liðsinni að árásinni í orði eða verki.“ „Þetta er kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi bara rétt í þessu. Að myndbandið styddi framburð stúlkunnar og af myndbandinu væri ljóst að hún ætti enga aðild að málinu og þess vegna væru ekki skilyrði til þess að halda henni í gæsluvarðhaldi,“ sagði Vilhjálmur. Komin heim til foreldra sinna Vilhjálmur sagði að það hefði verið búið að benda lögreglunni á þetta og að það væri „í raun óskiljanlegt að lögreglan hafi ekki sleppt henni í gær eftir síðari skýrslutökuna heldur látið úrskurða sig til þess.“ „Hún er laus, komin heim til foreldra sinna. Sem betur fer. Auðvitað getur hver maður sett sig í þau spor að þurfa að upplifa slíkt sem barn og það mun örugglega taka hana einhvern tíma að vinna úr því,“ sagði Vilhjálmur um stöðu stúlkunnar núna. „Hún var allan tímann lykilvitni í þessu máli sem lagði sig alla fram við að upplýsa málið, afhenti lögreglunni mikilvæg sönnunargögn og í raun og veru upplýsti málið fyrir lögreglu. Þess vegna átti hún aldrei að sæta gæsluvarðhaldi og ef hún átti að sæta gæsluvarðhaldi þá átti að láta hana lausa miklu fyrr,“ sagði hann jafnframt. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Öll fjögur ungmennanna sem tengdust málinu voru látin laus úr einangrun í gærkvöldi eftir yfirheyrslu. Hins vegar sætu þau enn gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morði á 27 ára pólskum karlmanni á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 20. apríl. Sautján ára stúlka hefur nú verið látin laus úr haldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur nítján ára piltur játað sekt sína í glæpnum. Hann játaði fljótlega eftir að hann var handtekinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi stúlkunnar en hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Þar sagði hann að stúlkan væri vitni í málinu en ekki sakborningur og hefði því ekki átt að sæta gæsluvarðhald. Upptökur hafi sýnt að hún átti ekki aðild að morðinu og var það kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi um sexleytið. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Vilhjálm en það hefst á fjórðu mínútu myndbandsins. Þar á undan er viðtal við Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vitni en ekki sakborningur Í viðtali við fréttastofu sagði Vilhjálmur lögregluna hafa verið með „sönnunargögn frá umbjóðanda mínum, myndband af atburðarásinni, sem beinlínis sannaði það að hún var vitni í málinu en ekki sakborningur.“ „Og vitni eiga ekki að sæta gæsluvarðhaldi.“ Aðspurður út í hlut stelpunnar í málinu sagði Vilhjálmur: „Hún var rangt barn á röngum stað á röngum tíma. Hún var þarna á staðnum. Og foreldrar hennar höfðu uppálagt henni það að ef hún lenti í ótryggum aðstæðum að taka það upp á símann sinn, sem hún gerði. Síðan þegar hún var handtekin og tekin af henni skýrsla framvísað hún þessum upptökum og leyfði lögreglu að skoða símann sinn.“ „Þessar upptökur sýna það svart á hvítu að hún átti enga aðild að þessu, var alltaf í fimm til átta metra fjarlægð frá atburðarásinni og veitti hvorki liðsinni að árásinni í orði eða verki.“ „Þetta er kjarninn í rökstuðningi Landsréttar sem felldi úrskurð Héraðsdóms úr gildi bara rétt í þessu. Að myndbandið styddi framburð stúlkunnar og af myndbandinu væri ljóst að hún ætti enga aðild að málinu og þess vegna væru ekki skilyrði til þess að halda henni í gæsluvarðhaldi,“ sagði Vilhjálmur. Komin heim til foreldra sinna Vilhjálmur sagði að það hefði verið búið að benda lögreglunni á þetta og að það væri „í raun óskiljanlegt að lögreglan hafi ekki sleppt henni í gær eftir síðari skýrslutökuna heldur látið úrskurða sig til þess.“ „Hún er laus, komin heim til foreldra sinna. Sem betur fer. Auðvitað getur hver maður sett sig í þau spor að þurfa að upplifa slíkt sem barn og það mun örugglega taka hana einhvern tíma að vinna úr því,“ sagði Vilhjálmur um stöðu stúlkunnar núna. „Hún var allan tímann lykilvitni í þessu máli sem lagði sig alla fram við að upplýsa málið, afhenti lögreglunni mikilvæg sönnunargögn og í raun og veru upplýsti málið fyrir lögreglu. Þess vegna átti hún aldrei að sæta gæsluvarðhaldi og ef hún átti að sæta gæsluvarðhaldi þá átti að láta hana lausa miklu fyrr,“ sagði hann jafnframt.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. 22. apríl 2023 14:07