Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:45 Nærri því um leið og Neil Gorusch var staðfestur í embætti hæstaréttardómara árið 2017 fann hann kaupanda að fasteign sem hafði verið til sölu frá 2015. Kaupandinn var eigandi umsvifamikillar lögmannsstofu. Vísir/EPA Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. Neil Gorsuch er sagður hafa leitað að kaupanda að sextán hektara landareign í Colorado sem hann átti ásamt tveimur öðrum í hátt í tvö ár frá 2015. Aðeins níu dögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Donalds Trump á Gorsuch sem hæstaréttardómara fannst kaupandinn. Kaupandinn var Brian Duffy, forstjóri Greenberg Traurig, einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Duffy greiddi alls 1,8 milljónir dollara, jafnvirði um 245 milljóna íslenskra króna, fyrir eignina. Í hagsmunaskráningu fyrir alríkisembættismenn skráðu Gorsuch að hann hefði hagnast á bilinu 250.000 til 500.000 dollara á sölunni, jafnvirði á bilinu 34 til 68 milljónir króna. Hann fyllti hins vegar ekki út í reit um hver kaupandinn væri. Síðan þá hefur Greenberg Traurig átt þátt í að minnsta kosti 22 málum sem komið hafa til kasta hæstaréttar. Í tólf málum sem Gorsuch skrifaði álit tók hann afstöðu með skjólstæðingum fyrirtækisins átta sinnum en fjórum sinnum gegn þeim. Duffy ber því við að hann hafi aldrei persónulega rekið mál fyrir Gorsuch og að hann hafi aldrei rætt við dómarann. Þegar hann hafi komist að því að Gorsuch væri á meðal eiganda eignarinnar hafi hann fengi grænt ljós frá siðadeild lögmannsstofunnar. Gorsuch svaraði ekki fyrirspurn Politico. Sýni hversu veikburða siðareglur réttarins séu Stutt er síðan upplýst var að Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hafi selt milljarðamæringi frá Texas landareign og hús móður sinnar án þess að skrá það í hagsmunaskráningu sína. Hann hefði einnig þegið nær árlega lúxusferðir frá auðkýfingnum sem er á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins. Dómarinn gerði heldur ekki grein fyrir þeim ferðum. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir því að John Roberts, forseti hæstaréttar, og einn sex íhaldsmanna við réttinn komi fyrir nefndina til að ræða siðareglur dómstólsins. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, upplýsti að Roberts hefði hafnað boðinu. Politico segir að siðareglur hæstaréttar banni dómurum ekki að stunda viðskipti við fólk sem hefur hagsmuni að dómum þeirra. Mál Gorsuch sýni hversu veikar siðareglurnar séu. Viðskipti hans og hvernig hann skráði þau hefði komið embættismönnum sem starfa fyrir aðrar greinar ríkisvaldsins í bobba. Hæstiréttur setji sér sínar eigin siðareglur og hafi falið dómurunum sjálfum að ákveða hvort og hvenær þeir skrá gjafir og tekjur í hagsmunaskráningu sína. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Neil Gorsuch er sagður hafa leitað að kaupanda að sextán hektara landareign í Colorado sem hann átti ásamt tveimur öðrum í hátt í tvö ár frá 2015. Aðeins níu dögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Donalds Trump á Gorsuch sem hæstaréttardómara fannst kaupandinn. Kaupandinn var Brian Duffy, forstjóri Greenberg Traurig, einnar stærstu lögfræðistofu Bandaríkjanna sem rekur reglulega mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Duffy greiddi alls 1,8 milljónir dollara, jafnvirði um 245 milljóna íslenskra króna, fyrir eignina. Í hagsmunaskráningu fyrir alríkisembættismenn skráðu Gorsuch að hann hefði hagnast á bilinu 250.000 til 500.000 dollara á sölunni, jafnvirði á bilinu 34 til 68 milljónir króna. Hann fyllti hins vegar ekki út í reit um hver kaupandinn væri. Síðan þá hefur Greenberg Traurig átt þátt í að minnsta kosti 22 málum sem komið hafa til kasta hæstaréttar. Í tólf málum sem Gorsuch skrifaði álit tók hann afstöðu með skjólstæðingum fyrirtækisins átta sinnum en fjórum sinnum gegn þeim. Duffy ber því við að hann hafi aldrei persónulega rekið mál fyrir Gorsuch og að hann hafi aldrei rætt við dómarann. Þegar hann hafi komist að því að Gorsuch væri á meðal eiganda eignarinnar hafi hann fengi grænt ljós frá siðadeild lögmannsstofunnar. Gorsuch svaraði ekki fyrirspurn Politico. Sýni hversu veikburða siðareglur réttarins séu Stutt er síðan upplýst var að Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hafi selt milljarðamæringi frá Texas landareign og hús móður sinnar án þess að skrá það í hagsmunaskráningu sína. Hann hefði einnig þegið nær árlega lúxusferðir frá auðkýfingnum sem er á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins. Dómarinn gerði heldur ekki grein fyrir þeim ferðum. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir því að John Roberts, forseti hæstaréttar, og einn sex íhaldsmanna við réttinn komi fyrir nefndina til að ræða siðareglur dómstólsins. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, upplýsti að Roberts hefði hafnað boðinu. Politico segir að siðareglur hæstaréttar banni dómurum ekki að stunda viðskipti við fólk sem hefur hagsmuni að dómum þeirra. Mál Gorsuch sýni hversu veikar siðareglurnar séu. Viðskipti hans og hvernig hann skráði þau hefði komið embættismönnum sem starfa fyrir aðrar greinar ríkisvaldsins í bobba. Hæstiréttur setji sér sínar eigin siðareglur og hafi falið dómurunum sjálfum að ákveða hvort og hvenær þeir skrá gjafir og tekjur í hagsmunaskráningu sína.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10