„Erum óhrædd við lausnir og reynum ekki að vera ofurforeldrar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. maí 2023 07:00 Hrefna Sif Jónsdóttir hefur í nægu að snúast því hún starfar sem framkvæmdastjóri Tixly á Íslandi sem flestir þekkja sem miðasölukerfið Tix. Fyrirtækið starfar í tíu löndum, skrifaði undir sögulega stóran samning í vikunni. Hrefna á von á sínu þriðja barni í júní en hún og sambýlismaður hennar hafa verið óhrædd við að finna nýjar lausnir til að létta undir. Í haust kemur til þeirra þriðja aupair stúlkan. Vísir/Vilhelm „Við erum óhrædd við lausnir og reynum ekki að vera ofurforeldrar eða ofurpar. Við nýtum okkur þá aðstoð sem við getum fengið því það er mikilvægt að átta sig á því að við getum ekki verið 100% í öllu,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly á Íslandi. Hrefna hefur í nægu að snúast. Starfar sem framkvæmdastjóri í tæknifyrirtækinu Tixly, sem við flest þekkjum sem miðasölukerfið Tix. Tixly er starfandi í tíu löndum og í vikunni skrifaði Hrefna undir sögulega stóran samning fyrir fyrirtækið við tólf leikhús í Bretlandi og í undirbúningi er að opna í þremur löndum til viðbótar á árinu. Þessu sama ári og Hrefna á von á sínu þriðja barni. En hvernig fer Hrefna að þessu og hvernig kom það til að hún tók við stjórnartaumana í alþjóðlegu tæknifyrirtæki sem almennt er sagður svo karllægur geiri? Langaði í meira ævintýri Hrefna er fædd á Seyðisfirði árið 1989 og verður því 34 ára á þessu ári. Hrefna bjó á Seyðisfirði alla sína barnæsku en fór þaðan í Menntaskólann á Egilstöðum. Þaðan útskrifaðist hún sem stúdent en í millitíðinni hafði hún þó flust til Reykjavíkur þar sem hún fór í eina önn í Fjölbrautarskólann í Breiðholti og eina önn í Borgarholtsskóla. „Við vinkonurnar vorum samstíga í þessu. Okkur langaði að prófa eitthvað meira og stærra en að vera í litlu samfélagi fyrir austan,“ segir Hrefna. Alvöru ævintýri tók þó fljótlega við eftir stúdentinn því þá fóru Hrefna og vinkona hennar í rúma tvo mánuði til Afríku. Við vorum sjálfboðaliðar í Mósambík þar sem starfið okkar gekk út á að aðstoða á leikskóla. Því þar voru um tveir til þrír starfandi kennarar með yfir hundrað börn. Á meðan við vorum í þessu sjálfboðastarfi vorum við líka að kenna fólki þarna ensku og stóðum einnig fyrir fræðslustarfi um HIV veiruna.“ Sjálfboðastarfið fundu vinkonurnar í gegnum Nínukot en starfið sjálft var á vegum samtaka sem heita African Impact. „Eftir mánuðinn í Mósambík ferðuðumst við víða um Afríku. Fórum til Kenya, Tansaníu, í safarí og fleira. Heimsóttum meira að segja þessi frumbyggjaþorp þar sem umræðan fólst í því hversu margar kýr það myndi kosta að giftast okkur,“ segir Hrefna og skellir uppúr. Ferðalagið góða endaði síðan með tærnar upp í loft á ströndum Zanzibar. Heima vissi Hrefna síðan ekkert í hvaða nám hún átti að fara. Byrjaði í hagfræði í háskólanum sem henni fannst engan veginn eiga við sig. Hrefna fann sig þó í fjölmiðlafræði sem var í boði sem aukagrein hjá Háskóla Íslands en sem aðalgrein fyrir norðan. Námsleiðin endaði því í fjarnámi í fjölmiðlafræði í Háskólanum á Akureyri. Samhliða náminu fékk Hrefna starf sem sætavísa hjá íslensku Óperunni. Þar var hún starfandi þegar óperan flutti í Hörpuna við opnun árið 2011. „Það var í þessu starfi sem ég tengist fyrst menningar- og viðburðargeiranum enda var ég starfandi í Hörpu frá árinu 2011 til ársins 2017. Fyrst sem sætavísa, síðan aðstoðarmiðasölustjóri og loks miðasölustjóri,“ segir Hrefna og útskýrir að þrátt fyrir háskólanámið hafi hún valið að vera í fullu starfi meðfram námi þegar henni gafst tækifæri á að verða aðstoðarmiðasölustjóri. Sem Hrefna segir einstaklega góða reynslu fyrir hana að hafa þar sem miðasala Tix er fyrir menningarviðburði ýmiss konar; leikhús, óperur, sinfóníur, tónleika, ráðstefnur og fleira. Þótt Covid tímabilið hafi verið erfitt ákváð hópurinn að nýta tímann til að undirbúa frekari útrás, engum var sagt upp. Hér má sjá nokkrar vinnumyndir, þar á meðal má sjá á rauðri mynd Hrefnu með Sindra Finnbogasyni stofnanda Tix sem nú gegnir starfi þróunarstjóra og Norðmanninn og stjórnarformann félagsins Kjell Arne Orseth sem áður starfaði hjá Ticketmaster. Í dag starfa tæp fjörtíu manns hjá Tixly. Allt í gangi alls staðar Á Hörpuárunum var líka fullt í gangi í einkalífinu. Árið 2014 eignaðist hún dótturina Elmu Margréti með þáverandi sambýlismanni sínum, en árið 2015 tók hún saman við núverandi sambýlismann sinn Sigvalda Egil Lárusson, fjármálastjóra og ráðgjafa hjá DecideAct. Saman eiga Hrefna og Sigvaldi soninn Lárus Heiðberg sem fæddist árið 2019 og í júní er von á þriðja barninu en fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir með heimili á Kársnesinu. Árið 2017 kom Sindri Finnbogason, stofnandi Tixly, að máli við Hrefnu og bauð henni framkvæmdastjórastarfið fyrir Tix á Íslandi. Því sjálfur var hann þá þegar farinn að fókusera mikið á að hasla starfseminni völl á erlendum mörkuðum. Hrefna ákvað að slá til og hefur síðan þá oft tekið þátt í erlenda starfinu líka. Farið á ráðstefnur og fundi með Sindra svo eitthvað sé nefnt. „Árið 2021 gerðum við breytingar á skipuritinu þannig að það væri betur að endurspegla starfsemi sem væri alþjóðleg. Við þessa breytingu tók ég að mér að vera rekstrarstjóri fyrir félagið í heild sinni en við vorum þá starfandi í sjö löndum en nú tíu. Þetta starf innifelur meðal annars það að ég sé í forsvari fyrir það sem við köllum Support fyrir öll löndin okkar en eitt af því sem hefur skapað okkur svo góð tækifæri erlendis er að við rukkum ekki fyrir þjónustuna okkar aukalega, heldur byggja tekjurnar okkar aðeins á söluþóknun af seldum miðum.“ Þótt fyrirtækið sé aðeins níu ára gamalt er það nú þegar starfandi á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum og í Bretlandi. „Nýi viðskiptavinurinn okkar í London er okkur afar mikilvægur því hann er með tólf starfrækt leikhú þar, það þrettánda í Ástralíu og hugar að enn frekari stækkun. Svo stór er þessi aðili í umfangi að miðasalan þeirra nemur um tvær milljónir miða á ári, til samanburðar við að á Íslandi eru seldir um ein milljón miðar árlega samtals frá öllum aðilum,“ segir Hrefna og bætir við: Það sem gerir þennan viðskiptavin líka svo vænlegan fyrir okkur er að Bandaríkjamenn horfa svo mikið til Breta þegar það kemur að menningargeiranum og tæknilausnum sem þessum. Við sjáum fyrir okkur að fara almennilega inn á Bandaríkjamarkað fljótlega en höfum til þessa hreinlega verið of upptekin á öðrum mörkuðum. Þegar að því kemur að við förum þangað, mun það án efa hjálpa okkur mikið að vera með svona mikla miðasölu í gegnum okkur hjá breskum aðila.“ Sambýlismaður Hrefnu heitir Sigvaldi Egill Lárusson en hann starfar sem fjármálastjóri og ráðgjafi hjá DecideAct. Hrefna og Sigvaldi hafa tvívegis fengið til sín aupairstúlku, til dæmis þegar brúa þurfti bilið á milli fæðingarorlofs og að fá pláss hjá dagmömmu. Hrefna segir aupair heiminn ekki ósvipaðan stefnumótasíðum þar sem hægt er að skrá hverju verið er að leitast eftir, frá hvaða landi, hvaða væntingar eru og svo framvegis. Einkalífið og starfsframinn Eins og sjá má er margt í gangi hjá Hrefnu og þó hefur fyrirtækið farið í gegnum erfiðan tíma eins og flestir, því í Covid datt öll miðasala og viðburðarstarfsemi niður. „Þetta var alveg erfiður tími sem reyndi á. Við tókum þó ákvörðun um að láta þennan tíma ekki stoppa okkur, sögðum ekki upp neinum starfsmanni og bættum í útrásina erlendis sem og þróunina á hugbúnaðinum okkar. Þetta gerðum við með því að taka lán sem við erum að borga niður og gátum þannig komið hratt til baka eftir heimsfaraldur og sem dæmi má nefna vorum við tólf starfsmenn fyrir Covid en erum tæplega fjörtíu manns í dag.“ Árið 2023 er ætlunin að opna í Þýskalandi, Austurríki og Sviss og þar sem von er á þriðja barninu í júní og Hrefna og Sigvaldi eru nú þegar með tvö ung börn á heimili og bæði í krefjandi starfi er spurt: Hvernig farið þið að því að púsla öllu saman? „Við erum svo heppin að eiga góða að. Mamma og pabbi eru reyndar á Seyðisfirði en reyna að hjálpa okkur eins og þau geta. Foreldrar Sigvalda eru á Akranesi og hafa verið ótrúlega dugleg að hjálpa okkur. Það sem við höfum síðan tvívegis gert er að vera með aupair.“ Fyrsta aupair stúlkan kom frá Danmörku og var í sex mánuði en sú síðari frá Þýskalandi. Danska aupair stúlkan hjálpaði okkur að brúa bilið þar til sonur okkar fékk pláss hjá dagmömmu. Þegar dóttir okkar var búin með sex ára bekk vorum við síðan að upplifa sumarfrí frá skóla í fyrsta sinn og þá var hjá okkur þýsk stúlka í rúman mánuð, sem áður hafði verið hjá vinafólki okkar.“ Í haust mun fjölskyldan síðan fá til sín aupair stúlku frá Frakklandi, en hún mun dvelja hjá þeim í eitt ár. „Enda veitir okkur ekki af hjálp,“ segir Hrefna og brosir. „Aupair heimurinn er svo sem ekkert ósvipaður þessum stefnumótunarsíðum því við höfum fundið okkar stúlkur frá Danmörku og Frakklandi í gegnum vefsíðu sem heitir Aupair World. Þar skráir maður inn þær óskir og væntingar sem maður hefur, frá hvaða landi maður kýs að fá aupair stúlku og svo framvegis.“ Hrefna segist tvímælalaust mæla með því að ungar fjölskyldur fái til sín aupair stúlkur ef heimilisaðstæður leyfa. „Það hefur verið mjög styrkjandi tungumálalega séð fyrir okkur öll í fjölskyldunni. Síðan er líka svo gaman að vera túristi í eigin landi. Ég hef til dæmis aldrei séð jafn mörg falleg norðurljós og þegar að danska stúlkan var hjá okkur því þá var ég alltaf að fara með henni til að skoða þau og taka myndir. Eitthvað sem við gerum ekki sjálf nema að vera með gesti erlendis frá,“ segir Hrefna og bætir við: „Þetta kennir okkur líka mikið um aðra menningarheima, sem er afar dýrmætt. Nú um páskana óskaði ég stúlkunni frá Frakklandi, sem ættuð er frá Senegal gleðilegra páska en hún benti mér að hún væri reyndar múslimi og væri að halda upp á Ramadan.“ Sjálf segist Hrefna afar spennt fyrir komandi mánuðum og misserum. Bæði í einkalífi og starfi. „Vissulega er það áskorun að vera með unga fjölskyldu og heimili að byggja upp, samhliða því að starfa í alþjóðlegu fyrirtæki þar sem ég þarf meira að segja að ferðast erlendis nokkuð oft. Okkur hefur samt tekist þetta vel því að við Sigvaldi erum mjög samstíga í að styðja hvort annað en auðvitað skiptir það lykilmáli að baklandið heima sé gott. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þriðja barnið bætist við og aldrei að vita nema að við í Tixly verðum komin í tuttugu lönd með 100-150 starfsmenn á næstu tveimur árum. Því við ætlum okkur stóra hluti.“ Starfsframi Vinnustaðurinn Tækni Nýsköpun Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. 27. mars 2023 07:01 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Hrefna hefur í nægu að snúast. Starfar sem framkvæmdastjóri í tæknifyrirtækinu Tixly, sem við flest þekkjum sem miðasölukerfið Tix. Tixly er starfandi í tíu löndum og í vikunni skrifaði Hrefna undir sögulega stóran samning fyrir fyrirtækið við tólf leikhús í Bretlandi og í undirbúningi er að opna í þremur löndum til viðbótar á árinu. Þessu sama ári og Hrefna á von á sínu þriðja barni. En hvernig fer Hrefna að þessu og hvernig kom það til að hún tók við stjórnartaumana í alþjóðlegu tæknifyrirtæki sem almennt er sagður svo karllægur geiri? Langaði í meira ævintýri Hrefna er fædd á Seyðisfirði árið 1989 og verður því 34 ára á þessu ári. Hrefna bjó á Seyðisfirði alla sína barnæsku en fór þaðan í Menntaskólann á Egilstöðum. Þaðan útskrifaðist hún sem stúdent en í millitíðinni hafði hún þó flust til Reykjavíkur þar sem hún fór í eina önn í Fjölbrautarskólann í Breiðholti og eina önn í Borgarholtsskóla. „Við vinkonurnar vorum samstíga í þessu. Okkur langaði að prófa eitthvað meira og stærra en að vera í litlu samfélagi fyrir austan,“ segir Hrefna. Alvöru ævintýri tók þó fljótlega við eftir stúdentinn því þá fóru Hrefna og vinkona hennar í rúma tvo mánuði til Afríku. Við vorum sjálfboðaliðar í Mósambík þar sem starfið okkar gekk út á að aðstoða á leikskóla. Því þar voru um tveir til þrír starfandi kennarar með yfir hundrað börn. Á meðan við vorum í þessu sjálfboðastarfi vorum við líka að kenna fólki þarna ensku og stóðum einnig fyrir fræðslustarfi um HIV veiruna.“ Sjálfboðastarfið fundu vinkonurnar í gegnum Nínukot en starfið sjálft var á vegum samtaka sem heita African Impact. „Eftir mánuðinn í Mósambík ferðuðumst við víða um Afríku. Fórum til Kenya, Tansaníu, í safarí og fleira. Heimsóttum meira að segja þessi frumbyggjaþorp þar sem umræðan fólst í því hversu margar kýr það myndi kosta að giftast okkur,“ segir Hrefna og skellir uppúr. Ferðalagið góða endaði síðan með tærnar upp í loft á ströndum Zanzibar. Heima vissi Hrefna síðan ekkert í hvaða nám hún átti að fara. Byrjaði í hagfræði í háskólanum sem henni fannst engan veginn eiga við sig. Hrefna fann sig þó í fjölmiðlafræði sem var í boði sem aukagrein hjá Háskóla Íslands en sem aðalgrein fyrir norðan. Námsleiðin endaði því í fjarnámi í fjölmiðlafræði í Háskólanum á Akureyri. Samhliða náminu fékk Hrefna starf sem sætavísa hjá íslensku Óperunni. Þar var hún starfandi þegar óperan flutti í Hörpuna við opnun árið 2011. „Það var í þessu starfi sem ég tengist fyrst menningar- og viðburðargeiranum enda var ég starfandi í Hörpu frá árinu 2011 til ársins 2017. Fyrst sem sætavísa, síðan aðstoðarmiðasölustjóri og loks miðasölustjóri,“ segir Hrefna og útskýrir að þrátt fyrir háskólanámið hafi hún valið að vera í fullu starfi meðfram námi þegar henni gafst tækifæri á að verða aðstoðarmiðasölustjóri. Sem Hrefna segir einstaklega góða reynslu fyrir hana að hafa þar sem miðasala Tix er fyrir menningarviðburði ýmiss konar; leikhús, óperur, sinfóníur, tónleika, ráðstefnur og fleira. Þótt Covid tímabilið hafi verið erfitt ákváð hópurinn að nýta tímann til að undirbúa frekari útrás, engum var sagt upp. Hér má sjá nokkrar vinnumyndir, þar á meðal má sjá á rauðri mynd Hrefnu með Sindra Finnbogasyni stofnanda Tix sem nú gegnir starfi þróunarstjóra og Norðmanninn og stjórnarformann félagsins Kjell Arne Orseth sem áður starfaði hjá Ticketmaster. Í dag starfa tæp fjörtíu manns hjá Tixly. Allt í gangi alls staðar Á Hörpuárunum var líka fullt í gangi í einkalífinu. Árið 2014 eignaðist hún dótturina Elmu Margréti með þáverandi sambýlismanni sínum, en árið 2015 tók hún saman við núverandi sambýlismann sinn Sigvalda Egil Lárusson, fjármálastjóra og ráðgjafa hjá DecideAct. Saman eiga Hrefna og Sigvaldi soninn Lárus Heiðberg sem fæddist árið 2019 og í júní er von á þriðja barninu en fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir með heimili á Kársnesinu. Árið 2017 kom Sindri Finnbogason, stofnandi Tixly, að máli við Hrefnu og bauð henni framkvæmdastjórastarfið fyrir Tix á Íslandi. Því sjálfur var hann þá þegar farinn að fókusera mikið á að hasla starfseminni völl á erlendum mörkuðum. Hrefna ákvað að slá til og hefur síðan þá oft tekið þátt í erlenda starfinu líka. Farið á ráðstefnur og fundi með Sindra svo eitthvað sé nefnt. „Árið 2021 gerðum við breytingar á skipuritinu þannig að það væri betur að endurspegla starfsemi sem væri alþjóðleg. Við þessa breytingu tók ég að mér að vera rekstrarstjóri fyrir félagið í heild sinni en við vorum þá starfandi í sjö löndum en nú tíu. Þetta starf innifelur meðal annars það að ég sé í forsvari fyrir það sem við köllum Support fyrir öll löndin okkar en eitt af því sem hefur skapað okkur svo góð tækifæri erlendis er að við rukkum ekki fyrir þjónustuna okkar aukalega, heldur byggja tekjurnar okkar aðeins á söluþóknun af seldum miðum.“ Þótt fyrirtækið sé aðeins níu ára gamalt er það nú þegar starfandi á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum og í Bretlandi. „Nýi viðskiptavinurinn okkar í London er okkur afar mikilvægur því hann er með tólf starfrækt leikhú þar, það þrettánda í Ástralíu og hugar að enn frekari stækkun. Svo stór er þessi aðili í umfangi að miðasalan þeirra nemur um tvær milljónir miða á ári, til samanburðar við að á Íslandi eru seldir um ein milljón miðar árlega samtals frá öllum aðilum,“ segir Hrefna og bætir við: Það sem gerir þennan viðskiptavin líka svo vænlegan fyrir okkur er að Bandaríkjamenn horfa svo mikið til Breta þegar það kemur að menningargeiranum og tæknilausnum sem þessum. Við sjáum fyrir okkur að fara almennilega inn á Bandaríkjamarkað fljótlega en höfum til þessa hreinlega verið of upptekin á öðrum mörkuðum. Þegar að því kemur að við förum þangað, mun það án efa hjálpa okkur mikið að vera með svona mikla miðasölu í gegnum okkur hjá breskum aðila.“ Sambýlismaður Hrefnu heitir Sigvaldi Egill Lárusson en hann starfar sem fjármálastjóri og ráðgjafi hjá DecideAct. Hrefna og Sigvaldi hafa tvívegis fengið til sín aupairstúlku, til dæmis þegar brúa þurfti bilið á milli fæðingarorlofs og að fá pláss hjá dagmömmu. Hrefna segir aupair heiminn ekki ósvipaðan stefnumótasíðum þar sem hægt er að skrá hverju verið er að leitast eftir, frá hvaða landi, hvaða væntingar eru og svo framvegis. Einkalífið og starfsframinn Eins og sjá má er margt í gangi hjá Hrefnu og þó hefur fyrirtækið farið í gegnum erfiðan tíma eins og flestir, því í Covid datt öll miðasala og viðburðarstarfsemi niður. „Þetta var alveg erfiður tími sem reyndi á. Við tókum þó ákvörðun um að láta þennan tíma ekki stoppa okkur, sögðum ekki upp neinum starfsmanni og bættum í útrásina erlendis sem og þróunina á hugbúnaðinum okkar. Þetta gerðum við með því að taka lán sem við erum að borga niður og gátum þannig komið hratt til baka eftir heimsfaraldur og sem dæmi má nefna vorum við tólf starfsmenn fyrir Covid en erum tæplega fjörtíu manns í dag.“ Árið 2023 er ætlunin að opna í Þýskalandi, Austurríki og Sviss og þar sem von er á þriðja barninu í júní og Hrefna og Sigvaldi eru nú þegar með tvö ung börn á heimili og bæði í krefjandi starfi er spurt: Hvernig farið þið að því að púsla öllu saman? „Við erum svo heppin að eiga góða að. Mamma og pabbi eru reyndar á Seyðisfirði en reyna að hjálpa okkur eins og þau geta. Foreldrar Sigvalda eru á Akranesi og hafa verið ótrúlega dugleg að hjálpa okkur. Það sem við höfum síðan tvívegis gert er að vera með aupair.“ Fyrsta aupair stúlkan kom frá Danmörku og var í sex mánuði en sú síðari frá Þýskalandi. Danska aupair stúlkan hjálpaði okkur að brúa bilið þar til sonur okkar fékk pláss hjá dagmömmu. Þegar dóttir okkar var búin með sex ára bekk vorum við síðan að upplifa sumarfrí frá skóla í fyrsta sinn og þá var hjá okkur þýsk stúlka í rúman mánuð, sem áður hafði verið hjá vinafólki okkar.“ Í haust mun fjölskyldan síðan fá til sín aupair stúlku frá Frakklandi, en hún mun dvelja hjá þeim í eitt ár. „Enda veitir okkur ekki af hjálp,“ segir Hrefna og brosir. „Aupair heimurinn er svo sem ekkert ósvipaður þessum stefnumótunarsíðum því við höfum fundið okkar stúlkur frá Danmörku og Frakklandi í gegnum vefsíðu sem heitir Aupair World. Þar skráir maður inn þær óskir og væntingar sem maður hefur, frá hvaða landi maður kýs að fá aupair stúlku og svo framvegis.“ Hrefna segist tvímælalaust mæla með því að ungar fjölskyldur fái til sín aupair stúlkur ef heimilisaðstæður leyfa. „Það hefur verið mjög styrkjandi tungumálalega séð fyrir okkur öll í fjölskyldunni. Síðan er líka svo gaman að vera túristi í eigin landi. Ég hef til dæmis aldrei séð jafn mörg falleg norðurljós og þegar að danska stúlkan var hjá okkur því þá var ég alltaf að fara með henni til að skoða þau og taka myndir. Eitthvað sem við gerum ekki sjálf nema að vera með gesti erlendis frá,“ segir Hrefna og bætir við: „Þetta kennir okkur líka mikið um aðra menningarheima, sem er afar dýrmætt. Nú um páskana óskaði ég stúlkunni frá Frakklandi, sem ættuð er frá Senegal gleðilegra páska en hún benti mér að hún væri reyndar múslimi og væri að halda upp á Ramadan.“ Sjálf segist Hrefna afar spennt fyrir komandi mánuðum og misserum. Bæði í einkalífi og starfi. „Vissulega er það áskorun að vera með unga fjölskyldu og heimili að byggja upp, samhliða því að starfa í alþjóðlegu fyrirtæki þar sem ég þarf meira að segja að ferðast erlendis nokkuð oft. Okkur hefur samt tekist þetta vel því að við Sigvaldi erum mjög samstíga í að styðja hvort annað en auðvitað skiptir það lykilmáli að baklandið heima sé gott. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þriðja barnið bætist við og aldrei að vita nema að við í Tixly verðum komin í tuttugu lönd með 100-150 starfsmenn á næstu tveimur árum. Því við ætlum okkur stóra hluti.“
Starfsframi Vinnustaðurinn Tækni Nýsköpun Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00 36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. 27. mars 2023 07:01 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01
Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00
36 ára Íslendingur í geimbransanum: Forstjórastóllinn kom tíu árum á undan áætlun Fyrir rúmri viku var birtur árlegur listi Berlingske með nöfnum 100 ungra vonarstjarna í dönsku atvinnulífi. Hjalti Páll Þorvarðarson er ekki aðeins á listanum, heldur taldist tilefni til að ræða við Hjalta í heilu opnuviðtali í blaðinu. Einnig birt á netinu. 11. apríl 2023 07:01
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. 27. mars 2023 07:01