Gunnar: Ákveðinn léttir að klára þetta verkefni Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2023 17:50 Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi sjö marka sigur á Eistlandi 30-27. Þetta var síðasti leikurinn í undankeppni EM 2024. Þetta var síðasti leikur Gunnars Magnússonar í þjálfarateymi Íslands og Gunnar var spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
„Þetta var frábært. Það var léttir hvernig við mættum í leikinn og vorum klárir frá fyrstu mínútu og tókum frumkvæði strax og vorum með góð tök á þessu allan tímann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Ísland spilaði afar vel í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Gunnar var afar ánægður með varnarleik Íslands. „Vörnin var frábær allan leikinn að mínu mati og við vildum refsa þeim og keyra upp hraðann til að þreyta þá sem við gerðum. Okkur tókst nokkurn veginn að klára leikinn í fyrri hálfleik.“ Ísland hélt sínu striki í seinni hálfleik og Gunnar var ánægður með leikinn í heild sinni. „Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og þá var þetta komið. Það hefði verið gaman að spila betur síðustu tuttugu mínúturnar en það var svo sem ekkert skrítið að við slökuðum á.“ Þetta var síðasti leikur Gunnars í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Gunnar verður áfram íþróttastjóri HSÍ og var nokkuð brattur með breytinguna. „Það er auðvitað skrítið en það var ákveðinn léttir að klára þetta. Ég er íþróttastjóri HSÍ þannig ég fer ekki langt. Það var gaman að vinna riðilinn sem skipti miklu máli.“ Gunnar Magnússon er einnig þjálfari Aftureldingar í Olís-deildinni. Næst á dagskrá hjá Gunnari er undanúrslit gegn Haukum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. „Ég er með frábæran aðstoðarmann í Stefáni Árnasyni sem er með þetta allt á hreinu. Ég fæ nokkra tíma í pásu og síðan er æfing 10:30 í Mosfellsbænum og það er bara áfram gakk. Liðið er í góðum höndum og við erum vanir því að ég fari í burtu svo það var ekkert vandamál,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Klippa: Gunnar Magnússon eftir sigur Íslands
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira