Álagning byggingaverktaka allt að eitt hundrað prósent Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 19:17 Vilhjálmur Hilmarsson er hagfræðingur BHM. Bandalag háskólamanna Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu. Þeir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, og Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, ræddu fasteignamarkaðinn á Sprengisandi í morgun. Vilhjámur vísaði þar til nýlegrar úttektar BHM á fasteignamarkaðnum þar sem meðalálagning á nýbyggingar var metin um eitt hundrað prósent. Þrátt fyrir að það eigi ekki að koma neinum á óvart hafi það mikil áhrif á fasteignaverð, meðal annars vegna fákeppnisálagningar. „Álagning er flókið fyrirbæri, en hún er alltaf að hækka,“ segir hann. Konráð segir eftirspurnarþrýsting frekar hafa áhrif á hækkandi fasteignaverð en álagning. „Ég leyfi mér að efast stórlega um það að skýringin sé það að byggingaverktakar hafi allt í einu ákveðið að auka álagningu sína. Þetta gerist náttúrulega í samspili við það að það er rosalega mikill eftirspurnarþrýstingur. Svo gleymist, að mér finnst, alltaf í þessari umræðu um hvað er búið að vera gerast, að við erum búin að standa í fólksfjölgun sem við sem þjóð höfum ekki staðið áður í. Og ef þú skoðar alþjóðlegt samhengi þá er þetta fólksfjölgun sem sést hvergi í raun og veru í þróuðum ríkjum, að okkur sé að fjölga um tvö til þrjú prósent á ári í nokkur ár í röð,“ segir hann. Konráð Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hann tekur senn tímabundið við starfi aðalhagfræðings bankans.Vísir/Vilhelm Hærri álagning geti verið jákvæð Konráð segir eðlilegt að álagning á byggingamarkaði sé tímabundið hærri við slíkar aðstæður og eru nú á markaði. Það geti jafnvel jafnvel verið af hinu góða, enda sé þá meiri hvati til að keyra af stað og ráðast í byggingarverkefni. „Allavega miðað við það sem maður heyrir frá byggingaverktökum núna, að þeir séu aðeins að halda að sér höndum. Þeir eru svolítið hræddir við þessa þróun sem er búin að vera á markaðnum núna, að það taki lengri tíma selja, að verðið sé kannski eitthvað að gefa eftir eða staðna. Á meðan það eru enn þá hellings kostnaðarhækkanir, laun hafa verið að hækka, fjármagnskostnaðurinn er að hækka,“ segir hann. Kaupmáttur almennings hafi snarlega minnkað Vilhjálmur tekur að nokkru leiti undir með Konráði og segir fólksfjölgun þá sem nú er vera sögulega, í fyrra hafi fólki til að mynda fjölgað um tíu þúsund manns. „Það verður mikil eftirspurn eftir húsnæði til framtíðar og ég get ekki ímyndað mér annað en að greinin verði mjög arðbær til framtíðar ef þetta heldur áfram. Svo er náttúrulega annað mál með heildarsamhengið og hvaða áhrif þetta hefur á hagkerfið, þessi mikla fólksfjölgun. En þetta sem við sýndum er markaðsverð, álagning er markaðsverð. Þannig að það hefur einhver séð hag sinn í að kaupa á þessari álagningu en það breytir því ekki að hún er sögulega há og miklu hærri heldur en við sáum fyrra hámark árið 2007,“ segir hann. Þá hafi einnig áhrif að nýbyggingar séu í auknum mæli byggðar á þéttingarreitum þar sem byggingarkostnaður er hærri og eftirspurn einkennist af fólki með hærri kaupgetu. Allt þetta leiðir til þess að kaupmáttur almennings gagnvart húsnæði hefur snarlega minnkað. Samtal þeirra Vilhjálms, Konráðs og Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Efnahagsmál Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Þeir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, og Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, ræddu fasteignamarkaðinn á Sprengisandi í morgun. Vilhjámur vísaði þar til nýlegrar úttektar BHM á fasteignamarkaðnum þar sem meðalálagning á nýbyggingar var metin um eitt hundrað prósent. Þrátt fyrir að það eigi ekki að koma neinum á óvart hafi það mikil áhrif á fasteignaverð, meðal annars vegna fákeppnisálagningar. „Álagning er flókið fyrirbæri, en hún er alltaf að hækka,“ segir hann. Konráð segir eftirspurnarþrýsting frekar hafa áhrif á hækkandi fasteignaverð en álagning. „Ég leyfi mér að efast stórlega um það að skýringin sé það að byggingaverktakar hafi allt í einu ákveðið að auka álagningu sína. Þetta gerist náttúrulega í samspili við það að það er rosalega mikill eftirspurnarþrýstingur. Svo gleymist, að mér finnst, alltaf í þessari umræðu um hvað er búið að vera gerast, að við erum búin að standa í fólksfjölgun sem við sem þjóð höfum ekki staðið áður í. Og ef þú skoðar alþjóðlegt samhengi þá er þetta fólksfjölgun sem sést hvergi í raun og veru í þróuðum ríkjum, að okkur sé að fjölga um tvö til þrjú prósent á ári í nokkur ár í röð,“ segir hann. Konráð Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hann tekur senn tímabundið við starfi aðalhagfræðings bankans.Vísir/Vilhelm Hærri álagning geti verið jákvæð Konráð segir eðlilegt að álagning á byggingamarkaði sé tímabundið hærri við slíkar aðstæður og eru nú á markaði. Það geti jafnvel jafnvel verið af hinu góða, enda sé þá meiri hvati til að keyra af stað og ráðast í byggingarverkefni. „Allavega miðað við það sem maður heyrir frá byggingaverktökum núna, að þeir séu aðeins að halda að sér höndum. Þeir eru svolítið hræddir við þessa þróun sem er búin að vera á markaðnum núna, að það taki lengri tíma selja, að verðið sé kannski eitthvað að gefa eftir eða staðna. Á meðan það eru enn þá hellings kostnaðarhækkanir, laun hafa verið að hækka, fjármagnskostnaðurinn er að hækka,“ segir hann. Kaupmáttur almennings hafi snarlega minnkað Vilhjálmur tekur að nokkru leiti undir með Konráði og segir fólksfjölgun þá sem nú er vera sögulega, í fyrra hafi fólki til að mynda fjölgað um tíu þúsund manns. „Það verður mikil eftirspurn eftir húsnæði til framtíðar og ég get ekki ímyndað mér annað en að greinin verði mjög arðbær til framtíðar ef þetta heldur áfram. Svo er náttúrulega annað mál með heildarsamhengið og hvaða áhrif þetta hefur á hagkerfið, þessi mikla fólksfjölgun. En þetta sem við sýndum er markaðsverð, álagning er markaðsverð. Þannig að það hefur einhver séð hag sinn í að kaupa á þessari álagningu en það breytir því ekki að hún er sögulega há og miklu hærri heldur en við sáum fyrra hámark árið 2007,“ segir hann. Þá hafi einnig áhrif að nýbyggingar séu í auknum mæli byggðar á þéttingarreitum þar sem byggingarkostnaður er hærri og eftirspurn einkennist af fólki með hærri kaupgetu. Allt þetta leiðir til þess að kaupmáttur almennings gagnvart húsnæði hefur snarlega minnkað. Samtal þeirra Vilhjálms, Konráðs og Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira