Myndskeið hafa verið birt á samfélagsmiðlum sem sýna dróna svífa yfir Kreml snemma í morgun. Ríkisfréttastofan RIA segir að tveir drónar hafi verið notaðir í árásinni en þeir hafi verið teknir niður af rússneskum öryggissveitum.
Pútín hafi ekki sakað né hafi verið unnar skemmdir á byggingum.
RIA hefur eftir ráðamönnum að um sé að ræða skipulagt banatilræði gegn forsetanum í aðdraganda Sigurdagsins 9. maí næstkomandi. Árásin muni ekki hafa áhrif á dagskrá forsetans.
Rússar áskilji sér réttinn til að hefna fyrir árásina, hvar og hvenær sem er.
Úkraínumenn hafa ekki svarað ásökununum.
Fyrir neðan má sjá nokkur myndskeið.
This is how the Kremlin was hit. pic.twitter.com/lDWjIyAhCJ
— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 3, 2023