„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2023 21:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, ásamt plakatinu. Vísir/Sigurjón Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún. Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún.
Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira