„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 13:30 Stjörnumenn enduðu í 6. sæti Olís-deildar karla og duttu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, 2-0. vísir/hulda margrét Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. „Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira