Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á fyrstu mánuðum ársins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 13:37 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er ánægð með árið hingað til. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 nam 7,8 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Þar kemur fram að arðsemi eigin fjárs á tímabilinu hafi verið 11,1 prósent á ársgrundvelli, samanborið við 4,7 prósent á sama tímabili árið 2022. Rekstrarkostnaður heldur áfram að lækka Enn fremur kemur segir í tilkynningu bankans að stöðug þróun í þjónustu og traustur rekstur til margra ára valdi því að rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna haldi áfram að lækka og sé nú 1,4 prósent. Hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 27,3 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Vaxtamunur er 2,8 prósent og hækkar um 0,4 prósentustig samanborið við sama tímabil árið 2022. Segir bankinn að auknar vaxtatekjur séu aðallega tilkomnar vegna stærra útlánasafns og betri ávöxtunar á lausafé bankans. Þá skili hærra vaxtastig meiri vaxtatekjum en vaxtagjöld hafa jafnframt aukist. Tilhlökkun meðal starfsfólks „Sterkt uppgjör Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi er til marks um öflugan rekstur og góðan árangur á öllum sviðum. Útlán bankans hafa aukist um 160 milljarða króna á síðustu 12 mánuðum sem skilar meiri vaxtatekjum,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni. „Samsetning efnahags bankans er hagkvæmari en áður og vaxtastig hefur hækkað, sem skilar meðal annars betri ávöxtun af lausafé bankans. Fjölgun viðskiptavina, nýir þjónustuþættir og aukin verkefni, til að mynda hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, skila auknum þjónustutekjum og færsluhirðing bankans, sem var kynnt á fyrsta fjórðungi, hefur fengið afar góðar viðtökur.“ Þá segir Lilja að mikil tímamót hafi orðið í mars þegar bankinn flutti í nýtt húsnæði við Hafnartorg að Reykjastræti 6. Flutningar hafi gengið vel og mikil tilhlökkun og ánægja sé meðal starfsfólks. „Krafturinn sem skapast þegar við erum öll undir sama þaki gerir okkur að betri banka og hjálpar okkur við að einfalda líf viðskiptavina.“ Vanskil enn mjög lítil Ánægjulegt hafi verið hversu vel hafi tekist til með útgáfu á 300 milljóna evru skuldabréfi sem bankinn gaf út í byrjun mars. „Þá tóku innlendir fjárfestar víkjandi skuldabréfi bankans vel og fjárfestu fyrir 12 milljarða króna en áður hafði bankinn samið við Norræna fjárfestingarbankann um langtímalán upp á 40 milljónir Bandaríkjadala í tengslum við vænta BREEAM-umhverfisvottun á nýju húsi bankans við Reykjastræti. Áfram er óróleiki á erlendum fjármálamörkuðum sem hefur neikvæð áhrif á vaxtakjör bankans í erlendri mynt.“ Hún segir að aukin verðbólga og hátt vaxtastig verði áfram áskorun þó vanskil séu samt sem áður enn mjög lítil. Útlánavöxtur sé nokkuð kröftugur og skipti þar mestu að útflutningsgreinar standi vel auk þess sem ör fólksfjölgun skapi eftirspurn eftir húsnæði. „Bankinn fjármagnar nú um 4.500 íbúðir á mismunandi byggingarstigum en fasteignalán hafa ekki aukist að sama skapi þar sem kaupendur sækja frekar í verðtryggð lán utan bankakerfisins. Við munum sem fyrr kappkosta að bjóða samkeppnishæf kjör, bæði á útlánum og innlánum.“ Landsbankinn Fjármálamarkaðir Íslenskir bankar Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Þar kemur fram að arðsemi eigin fjárs á tímabilinu hafi verið 11,1 prósent á ársgrundvelli, samanborið við 4,7 prósent á sama tímabili árið 2022. Rekstrarkostnaður heldur áfram að lækka Enn fremur kemur segir í tilkynningu bankans að stöðug þróun í þjónustu og traustur rekstur til margra ára valdi því að rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna haldi áfram að lækka og sé nú 1,4 prósent. Hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 27,3 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Vaxtamunur er 2,8 prósent og hækkar um 0,4 prósentustig samanborið við sama tímabil árið 2022. Segir bankinn að auknar vaxtatekjur séu aðallega tilkomnar vegna stærra útlánasafns og betri ávöxtunar á lausafé bankans. Þá skili hærra vaxtastig meiri vaxtatekjum en vaxtagjöld hafa jafnframt aukist. Tilhlökkun meðal starfsfólks „Sterkt uppgjör Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi er til marks um öflugan rekstur og góðan árangur á öllum sviðum. Útlán bankans hafa aukist um 160 milljarða króna á síðustu 12 mánuðum sem skilar meiri vaxtatekjum,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni. „Samsetning efnahags bankans er hagkvæmari en áður og vaxtastig hefur hækkað, sem skilar meðal annars betri ávöxtun af lausafé bankans. Fjölgun viðskiptavina, nýir þjónustuþættir og aukin verkefni, til að mynda hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, skila auknum þjónustutekjum og færsluhirðing bankans, sem var kynnt á fyrsta fjórðungi, hefur fengið afar góðar viðtökur.“ Þá segir Lilja að mikil tímamót hafi orðið í mars þegar bankinn flutti í nýtt húsnæði við Hafnartorg að Reykjastræti 6. Flutningar hafi gengið vel og mikil tilhlökkun og ánægja sé meðal starfsfólks. „Krafturinn sem skapast þegar við erum öll undir sama þaki gerir okkur að betri banka og hjálpar okkur við að einfalda líf viðskiptavina.“ Vanskil enn mjög lítil Ánægjulegt hafi verið hversu vel hafi tekist til með útgáfu á 300 milljóna evru skuldabréfi sem bankinn gaf út í byrjun mars. „Þá tóku innlendir fjárfestar víkjandi skuldabréfi bankans vel og fjárfestu fyrir 12 milljarða króna en áður hafði bankinn samið við Norræna fjárfestingarbankann um langtímalán upp á 40 milljónir Bandaríkjadala í tengslum við vænta BREEAM-umhverfisvottun á nýju húsi bankans við Reykjastræti. Áfram er óróleiki á erlendum fjármálamörkuðum sem hefur neikvæð áhrif á vaxtakjör bankans í erlendri mynt.“ Hún segir að aukin verðbólga og hátt vaxtastig verði áfram áskorun þó vanskil séu samt sem áður enn mjög lítil. Útlánavöxtur sé nokkuð kröftugur og skipti þar mestu að útflutningsgreinar standi vel auk þess sem ör fólksfjölgun skapi eftirspurn eftir húsnæði. „Bankinn fjármagnar nú um 4.500 íbúðir á mismunandi byggingarstigum en fasteignalán hafa ekki aukist að sama skapi þar sem kaupendur sækja frekar í verðtryggð lán utan bankakerfisins. Við munum sem fyrr kappkosta að bjóða samkeppnishæf kjör, bæði á útlánum og innlánum.“
Landsbankinn Fjármálamarkaðir Íslenskir bankar Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira