Allan staðfesti brottför sína frá KA í samtali við Vísi en vildi ekki greina frá því hver næsti áfangastaður á ferlinum yrði.
Á handbolti.is kemur fram að Nicholas hafi samið við Viking sem verður nýliði í norsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Allan kom til KA fyrir tímabilið 2018-19 og hefur leikið með liðinu öll fimm tímabil þess í Olís-deildinni eftir að félagið var endurvakið. Í vetur skoraði Allan 28 mörk í sautján deildarleikjum.
Nicholas kom til KA fyrir tímabilið 2020-21 og hefur síðan þá verið í hópi bestu markvarða Olís-deildarinnar.
KA endaði í 10. sæti Olís-deildarinnar í vetur. Liðið verður með nýjan þjálfara á næsta tímabili en Jónatan Magnússon er að hætta og Halldór Stefán Haraldsson tekur við.