Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 11:10 Aðgerðasinnar mótmæla aðför gegn rétti kvenna til þungunarrofs í Texas í fyrra. Getty/Brandon Bell Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira