Umfjöllun, viðtal og myndbönd: ÍBV - FH 31-29 | ÍBV komið í 2-0 eftir ótrúlega endurkomu Einar Kárason skrifar 7. maí 2023 20:45 vísir/hulda margrét ÍBV er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik. Lokatölur 31-29 eftir framlengingu en ÍBV vann upp átta marka forskot FH í síðari hálfleik venjulegs leiktíma. Liðin voru stál í stál í upphafi leiks en eftir rúmar fimm mínútur setti Phil Döhler markvörður FH í lás og ÍBV skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Gestirnir nýttu sér þurrkatíð Eyjamanna og náðu fimm marka forustu, 3-8, eftir um stundarfjórðung. Það er allt að verða klárt í eyjum... ÍBV - FH leikur 2 í undanúrslitum! Góða skemmtun #seinnibylgjan #handbolti #bestasætið pic.twitter.com/qnoIuTYSy2— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Mest náðu heimamenn að minnka muninn í tvö mörk, 8-10 þegar fimm mínútur eftir lifðu en góður lokakafli FH jók forustu þeirra í sex mörk áður en hálfleikurinn var úti. Staðan 11-16 í hálfleik og róðurinn erfiður fyrir ÍBV í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleiknum var Rúnar Kárason eini leikmaður ÍBV með fleiri en eitt mark, þrjú talsins en Phil Döhler átti góðan fyrri hálfleik með átta bolta varða eða tæpa 50% vörslu. FH hóf síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Spiluðu agaða vörn og virtust mun sprækari og juku fotskot sitt í upphafi hálfleiksins og Eyjamenn höfðu engin svör. Við sjáum þig Rúnar! #seinnibylgjan #handbolti #bestasætið pic.twitter.com/u7qBotXxy1— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Gestirnir voru átta mörkum yfir eftir rúmlega fimm mínútur, 12-20. Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi reynt að klóra sig til baka inn í leikinn héldu gestirnir þeim alltaf í hæfilegri fjarlægð, fimm til sjö mörkum, frá sér. Þannig spilaðist bróðurpartur síðari hálfleiks þar til um fimm mínútur voru eftir. Við tók þá einhver stórkostlegasta endurkoma í manna minnum. Í stöðunni 22-27 virtist öll von úti en ÍBV í Eyjum er alltaf ÍBV í Eyjum. Heimamenn skoruðu síðustu fimm mörk leiksins á jafn mörgum mínútum og náðu því að knýja fram framlengingu, eitthvað sem engan óraði fyrir fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en jöfnunarmarkið kom þegar fjórar sekúndur eftir lifðu. FH náði einu lokaskoti á markið en Petar Jokanovic varði enn eitt skotið í markinu. Phil Döhler er bara gjörsamlega búinn að loka á hornamenn ÍBV í þessum leik #seinnibylgjan #olisdeildin #bestasætið pic.twitter.com/mEiJ85LzTZ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Meðbyrinn var áfram með ÍBV þegar í framlengingu var komið og komust þeir í fyrsta skiptið yfir í leiknum í framlengingu, 28-27. FH jafnaði en aftur komst ÍBV yfir og skoraði einnig næsta mark og því komið tveimur mörkum yfir. Gestirnir minnkuðu í stakt mark, Eyjamenn fóru upp og misstu boltann og Hafnfirðingar því í sjéns á að jafna leikinn. Þeir töpuðu boltanum hinsvegar sömuleiðis og fengu lokamark leiksins í andlitið sekúndum síðar. ÍBV er að klára FH í framlengingu eftir ótrúlega endurkomu og staðan er orðin 2-0 í einvíginu. Þvílikar seeeeenur! #seinnibylgjan #olisdeildin #bestasætið pic.twitter.com/73P3jGNe38— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Hreint ótrúlegum, framlengdum handboltaleik lauk því með tveggja marka sigri ÍBV og FH-ingar fara heim sem eitt stórt spurningamerki eftir að hafa misst unninn leik úr höndum sér. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn voru betra liðið á vellinum í um tuttugu mínútur af þeim sjötíu sem leiknar voru. Það reyndist nóg, eins ótrúlega og það má hljóma. Vörn og markvarsla fór í gang undir lokin og skoruðu heimamenn hvert markið á fætur öðru án þess að fá á sig mark. Í framlengingunni var allt púður farið úr Hafnfirðingum. Hverjir stóðu upp úr? Markverðirnir Phil Döhler og Petar Jokanovic voru hreint út sagt stórkostlegir í dag. Phil varði tuttugu bolta og hornamenn Eyjamanna munu sjá Phil í draumum, eða martröðum, sínum um ókomna tíð. Petar fór almennilega í gang þegar liðið þurfti mest á honum að halda og múraði fyrir undir lok leiks. Varði þar á meðal vítakast frá Ásbirni Friðrikssyni, jafnbesta leikmanni FH, sem var að brenna af sínu fyrsta víti í leiknum. Það gerði Eyjamönnum kleift að jafna leikinn og koma honum í framlengingu. Ásbjörn var frábær í liði FH og skoraði ellefu mörk. Rúnar Kárason var atkvæðamestur heimamanna með níu mörk skoruð. Varnir beggja liða fá hrós fyrir frammistöðu sína, á sitthvorum kafla leiksins. Hvað gekk illa? Það er erfitt að lasta nokkurn einasta mann eftir svona leik en fimm mörk á fimm mínútum er óásættanlegt í leik sem þessum, þar sem allt er undir. Eyjamenn virkuðu þreyttari en sprækir frændur þeirra úr Hafnafirðinum mest allan leikinn en undir lok leiks var leiknum kollvarpað þar sem ÍBV tóku öll völd og nærðust á stemningunni í Íþróttamiðstöðinni. Leonharð Þorgeir Harðarson hefur átt betri leiki en hann skoraði stakt mark úr sex skotum og missti boltann nokkrum sinnum frá sér sem er ólíkt honum. Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram í Kaplakrika á miðvikudaginn næstkomandi þar sem Eyjamenn geta tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið með sigri. Erlingur: Þegar það eru fimm mínútur eftir erum við að hugsa um að geta gengið út með sæmd Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV en lætur af störfum að tímabilinu loknu.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að rétta orðið sé bara ‘vá’,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, um hvernig hann ætti að lýsa leiknum. „Ég veit ekki hvaðan þessu kraftur kom í lokin. Hrós á liðið og áhorfendur hér. Varnarleikurinn var fínn en markvarslan var ekki alveg upp á tíu. Mér fannst við standa vörnina ágætlega. Sóknarleikurinn var ekki skelfilegur en hann var slæmur en við fáum fullt af dauðafærum. Ef við hefðum kannski nýtt þrjú, fjögur af þessum dauðafærum hefðum við kannski unnið leikinn í venjulegum leiktíma. Phil Döhler var að verja virkilega vel og var að slíta þá frá okkur.“ Markvörðurinn Petar Jokanovic varði eins og berserkur þegar endurkoma ÍBV fór af stað og meðal annars vítakast frá Ásbirni Friðrikssyni þegar innan við mínúta var eftir en hann hefði þá getað komið FH tveimur mörkum yfir og lokað leiknum. „Petar (Jokanovic) stóð virkilega upp á hárréttum tíma. Fimm-einn vörnin hjálpaði til þó við höfum verið í basli með miðjusvæðið. Svo er það oft þannig að þegar þú ert kominn með forustu ertu að reyna að halda henni en við erum að sækja. Þegar það eru fimm mínútur eftir erum við að hugsa um að geta gengið út með sæmd.“ ÍBV getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í Kaplakrika á miðvikudag. „Þetta er alltaf spurning um að reyna að sigra þrjá. Skiptir engu máli hvar þeir koma. Ég vil fá aðeins betri sóknarleik í svona einvígi þannig að þetta verði skemmtilegur handbolti. Þó spennan hafi verið mikil þá vil ég fá aðeins betri handbolta,“ sagði Erlingur. Olís-deild karla ÍBV FH
ÍBV er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik. Lokatölur 31-29 eftir framlengingu en ÍBV vann upp átta marka forskot FH í síðari hálfleik venjulegs leiktíma. Liðin voru stál í stál í upphafi leiks en eftir rúmar fimm mínútur setti Phil Döhler markvörður FH í lás og ÍBV skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Gestirnir nýttu sér þurrkatíð Eyjamanna og náðu fimm marka forustu, 3-8, eftir um stundarfjórðung. Það er allt að verða klárt í eyjum... ÍBV - FH leikur 2 í undanúrslitum! Góða skemmtun #seinnibylgjan #handbolti #bestasætið pic.twitter.com/qnoIuTYSy2— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Mest náðu heimamenn að minnka muninn í tvö mörk, 8-10 þegar fimm mínútur eftir lifðu en góður lokakafli FH jók forustu þeirra í sex mörk áður en hálfleikurinn var úti. Staðan 11-16 í hálfleik og róðurinn erfiður fyrir ÍBV í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleiknum var Rúnar Kárason eini leikmaður ÍBV með fleiri en eitt mark, þrjú talsins en Phil Döhler átti góðan fyrri hálfleik með átta bolta varða eða tæpa 50% vörslu. FH hóf síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Spiluðu agaða vörn og virtust mun sprækari og juku fotskot sitt í upphafi hálfleiksins og Eyjamenn höfðu engin svör. Við sjáum þig Rúnar! #seinnibylgjan #handbolti #bestasætið pic.twitter.com/u7qBotXxy1— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Gestirnir voru átta mörkum yfir eftir rúmlega fimm mínútur, 12-20. Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi reynt að klóra sig til baka inn í leikinn héldu gestirnir þeim alltaf í hæfilegri fjarlægð, fimm til sjö mörkum, frá sér. Þannig spilaðist bróðurpartur síðari hálfleiks þar til um fimm mínútur voru eftir. Við tók þá einhver stórkostlegasta endurkoma í manna minnum. Í stöðunni 22-27 virtist öll von úti en ÍBV í Eyjum er alltaf ÍBV í Eyjum. Heimamenn skoruðu síðustu fimm mörk leiksins á jafn mörgum mínútum og náðu því að knýja fram framlengingu, eitthvað sem engan óraði fyrir fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en jöfnunarmarkið kom þegar fjórar sekúndur eftir lifðu. FH náði einu lokaskoti á markið en Petar Jokanovic varði enn eitt skotið í markinu. Phil Döhler er bara gjörsamlega búinn að loka á hornamenn ÍBV í þessum leik #seinnibylgjan #olisdeildin #bestasætið pic.twitter.com/mEiJ85LzTZ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Meðbyrinn var áfram með ÍBV þegar í framlengingu var komið og komust þeir í fyrsta skiptið yfir í leiknum í framlengingu, 28-27. FH jafnaði en aftur komst ÍBV yfir og skoraði einnig næsta mark og því komið tveimur mörkum yfir. Gestirnir minnkuðu í stakt mark, Eyjamenn fóru upp og misstu boltann og Hafnfirðingar því í sjéns á að jafna leikinn. Þeir töpuðu boltanum hinsvegar sömuleiðis og fengu lokamark leiksins í andlitið sekúndum síðar. ÍBV er að klára FH í framlengingu eftir ótrúlega endurkomu og staðan er orðin 2-0 í einvíginu. Þvílikar seeeeenur! #seinnibylgjan #olisdeildin #bestasætið pic.twitter.com/73P3jGNe38— Stöð 2 Sport (@St2Sport) May 7, 2023 Hreint ótrúlegum, framlengdum handboltaleik lauk því með tveggja marka sigri ÍBV og FH-ingar fara heim sem eitt stórt spurningamerki eftir að hafa misst unninn leik úr höndum sér. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn voru betra liðið á vellinum í um tuttugu mínútur af þeim sjötíu sem leiknar voru. Það reyndist nóg, eins ótrúlega og það má hljóma. Vörn og markvarsla fór í gang undir lokin og skoruðu heimamenn hvert markið á fætur öðru án þess að fá á sig mark. Í framlengingunni var allt púður farið úr Hafnfirðingum. Hverjir stóðu upp úr? Markverðirnir Phil Döhler og Petar Jokanovic voru hreint út sagt stórkostlegir í dag. Phil varði tuttugu bolta og hornamenn Eyjamanna munu sjá Phil í draumum, eða martröðum, sínum um ókomna tíð. Petar fór almennilega í gang þegar liðið þurfti mest á honum að halda og múraði fyrir undir lok leiks. Varði þar á meðal vítakast frá Ásbirni Friðrikssyni, jafnbesta leikmanni FH, sem var að brenna af sínu fyrsta víti í leiknum. Það gerði Eyjamönnum kleift að jafna leikinn og koma honum í framlengingu. Ásbjörn var frábær í liði FH og skoraði ellefu mörk. Rúnar Kárason var atkvæðamestur heimamanna með níu mörk skoruð. Varnir beggja liða fá hrós fyrir frammistöðu sína, á sitthvorum kafla leiksins. Hvað gekk illa? Það er erfitt að lasta nokkurn einasta mann eftir svona leik en fimm mörk á fimm mínútum er óásættanlegt í leik sem þessum, þar sem allt er undir. Eyjamenn virkuðu þreyttari en sprækir frændur þeirra úr Hafnafirðinum mest allan leikinn en undir lok leiks var leiknum kollvarpað þar sem ÍBV tóku öll völd og nærðust á stemningunni í Íþróttamiðstöðinni. Leonharð Þorgeir Harðarson hefur átt betri leiki en hann skoraði stakt mark úr sex skotum og missti boltann nokkrum sinnum frá sér sem er ólíkt honum. Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram í Kaplakrika á miðvikudaginn næstkomandi þar sem Eyjamenn geta tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið með sigri. Erlingur: Þegar það eru fimm mínútur eftir erum við að hugsa um að geta gengið út með sæmd Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV en lætur af störfum að tímabilinu loknu.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að rétta orðið sé bara ‘vá’,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, um hvernig hann ætti að lýsa leiknum. „Ég veit ekki hvaðan þessu kraftur kom í lokin. Hrós á liðið og áhorfendur hér. Varnarleikurinn var fínn en markvarslan var ekki alveg upp á tíu. Mér fannst við standa vörnina ágætlega. Sóknarleikurinn var ekki skelfilegur en hann var slæmur en við fáum fullt af dauðafærum. Ef við hefðum kannski nýtt þrjú, fjögur af þessum dauðafærum hefðum við kannski unnið leikinn í venjulegum leiktíma. Phil Döhler var að verja virkilega vel og var að slíta þá frá okkur.“ Markvörðurinn Petar Jokanovic varði eins og berserkur þegar endurkoma ÍBV fór af stað og meðal annars vítakast frá Ásbirni Friðrikssyni þegar innan við mínúta var eftir en hann hefði þá getað komið FH tveimur mörkum yfir og lokað leiknum. „Petar (Jokanovic) stóð virkilega upp á hárréttum tíma. Fimm-einn vörnin hjálpaði til þó við höfum verið í basli með miðjusvæðið. Svo er það oft þannig að þegar þú ert kominn með forustu ertu að reyna að halda henni en við erum að sækja. Þegar það eru fimm mínútur eftir erum við að hugsa um að geta gengið út með sæmd.“ ÍBV getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í Kaplakrika á miðvikudag. „Þetta er alltaf spurning um að reyna að sigra þrjá. Skiptir engu máli hvar þeir koma. Ég vil fá aðeins betri sóknarleik í svona einvígi þannig að þetta verði skemmtilegur handbolti. Þó spennan hafi verið mikil þá vil ég fá aðeins betri handbolta,“ sagði Erlingur.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti