Fyrrum kærasta Tiger í mál og sakar hann um kynferðislega áreitni Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2023 21:01 Erica Herman vill fá rúma fjóra milljarða frá Tiger. Vísir/Getty Fyrrum kærasta Tiger Woods hefur höfðað mál gegn golfaranum. Fer hún fram á rúma fjóra milljarða í skaðabætur vegna meints brots á samningi um að hún fengi áfram að búa í húsi sem parið bjó áður í saman. Í frétt Sports Illustrated um málið kemur fram að fjölmiðillinn sé með dómsskjöl undir höndum en þar kemur fram að Woods hafi þvingað Erica Herman, fyrrum kærustu sína, til að skrifa undir þagnarskyldusamning þegar samband þeirra hófst. Herman var starfsmaður á veitingastað í eigu Woods þegar þó rugluðu saman reitum en þau voru saman í fimm ár. Þegar sambandið hófst þurfti hún að skrifa undir þagnarskyldusamkomulag ef hún ætlaði sér að halda starfinu. Þetta vill lögfræðingur Herman að sé kynferðisleg áreitni. „Woods var yfirmaður Herman. Samkvæmt hans eigin frásögn þurfti hún að skrifa undir þagnarskyldusamning sem var krafa ef hún vildi halda starfinu. Að yfirmaður setji mismunandi starfskröfur vegna kynferðislegs sambands er kynferðisleg áreitni,“ skrifar lögfæðingur Herman í þeim dómskjölum sem Sports Illustrated hefur undir höndum. Segist hafa verið göbbuð út á flugvöll Sambandi Tiger Woods og Erica Herman lauk í mars síðastliðnum og strax í kjölfarið höfðaði Herman mál í von um að ógilda þagnarskyldusamninginn. Í Bandaríkjunum gilda alríkislög sem banna slíka samninga í þeim tilfellum sem aðilar eru sakaðir um kynferðisbrot. Herman vill meina að hún og Tiger hafi gert munnlegt samkomulag um að hún gæti búið áfram í húsinu sem þau bjuggu saman í. Þegar sambandinu lauk þurfti hún hins vegar að flytja og vill meina að hún hafi í þokkabót verið göbbuð út af heimilinu. Gabbið felst í því að hún hafi farið á flugvöllinn í þeirri trú að hún væri að fara í ferðalag til Bahamas ásamt Woods. Þar hafi hún hins vegar hitt fyrir lögfræðinga hans sem hafi reynt að fá hana til að skrifa undir annað samkomulag um þagnarskyldu. Það gerði hún ekki en ákvað hins vegar að höfða mál þar sem hún fer fram á 300 milljónir dollara í skaðabætur þar sem Woods hafi brotið samkomulag þeirra um að hún fengi að búa áfram í umræddu húsi. Golf Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Í frétt Sports Illustrated um málið kemur fram að fjölmiðillinn sé með dómsskjöl undir höndum en þar kemur fram að Woods hafi þvingað Erica Herman, fyrrum kærustu sína, til að skrifa undir þagnarskyldusamning þegar samband þeirra hófst. Herman var starfsmaður á veitingastað í eigu Woods þegar þó rugluðu saman reitum en þau voru saman í fimm ár. Þegar sambandið hófst þurfti hún að skrifa undir þagnarskyldusamkomulag ef hún ætlaði sér að halda starfinu. Þetta vill lögfræðingur Herman að sé kynferðisleg áreitni. „Woods var yfirmaður Herman. Samkvæmt hans eigin frásögn þurfti hún að skrifa undir þagnarskyldusamning sem var krafa ef hún vildi halda starfinu. Að yfirmaður setji mismunandi starfskröfur vegna kynferðislegs sambands er kynferðisleg áreitni,“ skrifar lögfæðingur Herman í þeim dómskjölum sem Sports Illustrated hefur undir höndum. Segist hafa verið göbbuð út á flugvöll Sambandi Tiger Woods og Erica Herman lauk í mars síðastliðnum og strax í kjölfarið höfðaði Herman mál í von um að ógilda þagnarskyldusamninginn. Í Bandaríkjunum gilda alríkislög sem banna slíka samninga í þeim tilfellum sem aðilar eru sakaðir um kynferðisbrot. Herman vill meina að hún og Tiger hafi gert munnlegt samkomulag um að hún gæti búið áfram í húsinu sem þau bjuggu saman í. Þegar sambandinu lauk þurfti hún hins vegar að flytja og vill meina að hún hafi í þokkabót verið göbbuð út af heimilinu. Gabbið felst í því að hún hafi farið á flugvöllinn í þeirri trú að hún væri að fara í ferðalag til Bahamas ásamt Woods. Þar hafi hún hins vegar hitt fyrir lögfræðinga hans sem hafi reynt að fá hana til að skrifa undir annað samkomulag um þagnarskyldu. Það gerði hún ekki en ákvað hins vegar að höfða mál þar sem hún fer fram á 300 milljónir dollara í skaðabætur þar sem Woods hafi brotið samkomulag þeirra um að hún fengi að búa áfram í umræddu húsi.
Golf Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira